Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20294
Lífeyrissjóðir og rekstur þeirra er afar mikilvægur þar sem um er að ræða virkar fjárfestingarstofnanir sem eru umsvifamiklir þátttakendur á fjármálamarkaði. Hlutfall erlendra fjárfestinga þeirra er í dag rúmlega 23% sem er það sama og var fyrir tíu árum síðan. Hlutfallið ætti að vera mun hærra en það er í dag ásamt því að reglugerðir varðandi takmörkun á fjárfestingum þeirra erlendis þyrfti að endurskoða. Áhættudreifing og alþjóðleg eignadreifing er mikilvæg þar sem að fjármálamarkaður á Íslandi er smár og fjárfestingakostir fáir. Það er ekki skynsamlegt að lífeyrissjóðir festi allt sitt fjármögnunarfé í einu landi vegna gjaldeyrishafta þar sem áhættan er of mikil fyrir sjóðsfélaga.
Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á aðstæður lífeyrissjóða á Íslandi hvað varðar fjárfestingar þeirra í erlendum fjárfestingum og áhættudreifingu.
Ritgerðin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fræðileg umfjöllun þar sem lagður er grunnur að rannsóknarspurningum ritgerðarinnar, stuttlega eru borin saman nokkur lönd með tilliti til stærðar lífeyrissjóðs miðað við landsframleiðslu, hlutfall erlendra fjárfestinga og reglugerða. Þá er fjallað um lífeyrissjóði, erlendar fjárfestingar, gjaldeyrishöft, áhættudreifingu og alþjóðlega eignadreifingu. Annar hluti er umræðuhluti þar sem markmiðið er að leggja enn betri grunn að rannsóknarspurningum ritgerðarinnar. Tekin voru þrjú eigindleg viðtöl við forsvarsmenn þriggja lífeyrissjóða og þau greind í fjögur þemu. Þriðji hluti er niðurstöðuhluti þar sem niðurstöður ritgerðarinnar eru túlkaðar með hliðsjón af rannsóknarspurningum, kenningum og viðtölum við forsvarsmenn lífeyrissjóða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lífeyrissjóðir - hlutfall erlendra eigna og áhættudreifing.pdf | 1.35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |