is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20301

Titill: 
  • Endurskoðendur á Íslandi. Stóru stofurnar vs. þær litlu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið með skrifum þessarar lokaritgerðar er að kynna starfsvettvang stærstu fyrirtækja á Íslandi sem framkvæma endurskoðun. Fyrst er fjallað um starfsemi endurskoðunarskrifstofa þar sem farið er í hlutverk þeirra. Mikil ábyrgð er falin endurskoðendum við endurskoðun ársreikninga. Margir telja að endurskoðendur beri ábyrgð á innihaldi ársreikninga en svo er ekki. Í ljós kemur að endurskoðun er aðeins helmingur af starfsemi þeirra endurskoðunarskrifstofa sem ég kannaði við gerð þessarar ritgerðar. Ráðgjöf er orðinn stór þáttur af starfsemi endurskoðunarfyrirtækja að það getur reynst þeim erfitt að tryggja óhæði milli ráðgjafar og endurskoðunar. Endurskoðunarskrifstofur framkvæma jafnvel endurskoðun fyrir sömu fyrirtæki og þau þjónusta við ráðgjöf. Einnig er fjallað um minni endurskoðunarfyrirtæki og hversu erfitt það getur reynst þeim að ná í ný og stærri verkefni. Félag löggiltra endurskoðenda heldur utan um siðareglur sem öllum endurskoðendum ber að fara eftir og er orðinn gríðarlega stór þáttur til að tryggja að farið sé eftir settum reglum. Hér á landi er farið eftir reglum alþjóðlegu endurskoðunarstaðlanna og eru þeir í stöðugri endurbætingu hér á landi. Mikil óvissa hefur verið ríkjandi hér á landi um staðlanna og til hverra þeir eiga að tilheyra.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurskoðendur á Íslandi.pdf346.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna