en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2031

Title: 
  • is Nú er ég frjáls og sé um mig sjálfur : söguleg þróun í búsetumálum fatlaðs fólks
Abstract: 
  • is

    Verkefni þetta er heimildaritgerð og markmiðið með því er að varpa ljósi á þá ríkjandi hugmyndafræði hvers tíma og þá þróun sem orðið hefur í málefnum fatlaðra hér á landi.Við skoðum mismunandi sjónarhorn á fötlun og hugmyndafræðina um eðlilegt líf, samfélagsþátttöku og valdeflingu. Við tökum fyrir lög og reglugerðir frá árinu 1936 til þeirra laga sem í gildi eru í dag. Við skoðum búsetuform frá sólarhringsstofnunum til sjálfstæðrar búsetu. Til þess að fá skýrari mynd af því hvernig líf fólksins var og hvernig líf fólksins er í dag höfðum við til hliðsjónar tvær lífssögurannsóknir og tókum viðtöl við þrjá einstaklinga sem allir bjuggu á sólarhringsstofnunum hér áður fyrr en búa í dag á sambýli og þjónustuíbúðum. Niðurstaða okkar er sú að ríkjandi hugmyndafræði hefur haft mikil áhrif á líf fólks, en þrátt fyrir lagasetningar og áratuga baráttu fyrir því að fólk með þroskahömlun lifi eðlilegu lífi og taki fullan þátt í samfélaginu er enn langt í land í baráttu fólks með fötlun því þótt margt hafi áunnist eiga fatlaðir enn undir högg að sækja.

Description: 
  • is Þroskaþjálfafræði
Accepted: 
  • Nov 26, 2008
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/2031


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
maggaogtota final.pdf350.02 kBOpenHeildartextiPDFView/Open