Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20314
Vel skilgreindur eignarréttur og góðar stofnanir skipta miklu máli fyrir sjálfbæran og stöðugan langtíma hagvöxt, sem og bætt lífskjör þjóða. Til þess að hagþróun eigi sér stað er því mikilvægt að bæði efnahagslegar og pólitískar stofnanir séu góðar.
Í verkefni þessu er samanburður gerður á hagþróun tveggja Afríkjuríkja, þ.e. Gana og Nígeríu. Farið er yfir þróun hagvaxtar og lífskjör borin saman, en stofnanaumhverfi ríkjanna er sérstaklega skoðað og reynt að varpa ljósi á það hversu mikilvægu hlutverki stofnanir gegna í uppgangi efnahags landa. Samanburðarkafli verkefnisins er byggður á fræðilegum hluta, en þar eru kenningar um hagvöxt raktar í stuttu máli, farið er yfir þætti sem hindra hagvöxt en áhersla er lögð á tilgátur og kenningar stofnanahagfræðinnar.
Þegar niðurstöður eru dregnar saman má sjá að þróun í Gana hefur verið meiri en í Nígeríu, bæði þegar litið er til lífskjara og þróun stofnana. Telur höfundur að óstöðugleiki í pólitísku umhverfi og mikil togstreita á milli þjóðernis- og trúarbragðahópa í Nígeríu sé einn af mikilvægum þáttum sem staðið hafa í vegi fyrir frekari uppbyggingu og framförum, meðal annars í efnahagsmálum, og sé það jafnframt ein helsta skýring á mismunandi árangri ríkjanna tveggja á þróun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð Þorbjörg Kristjánsdóttir.pdf | 1.31 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |