is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2032

Titill: 
 • Bundinn er sá er barnsins gætir : um nýtingu þjónustuúrræða foreldra fatlaðra barna á aldrinum fimm til sex ára
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er unnið af Rakel Ósk Eckard þroskaþjálfanema á útskriftarári við Háskóla Íslands.
  Markmið með þessu verkefni var skoða hvaða þjónusta er í boði fyrir fötluð börn og foreldra þeirra eftir að greining fötlunar hefur verið staðfest og hvernig sú þjónusta hefur verið að nýtast þeim.
  Rætt var við foreldra fimm til sex ára barna sem höfðu fengið lögformlega fötlunargreiningu frá Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins. Foreldrarnir voru valdir af handahófi. Þeir svöruðu spurningum um upplifun sína af þjónustunni og hvernig nálgun þeirra á henni var eftir fyrstu greiningu barna þeirra. Unnið var úr svörum þeirra á eins hlutlægan hátt og hægt var.

  Þær þjónustustofnanir sem skoðaðar voru og veita fötluðum börnum og foreldrum þeirra þjónustu eru Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins, Svæðisskrifstofa Reykjaness, Tryggingarstofnun Ríkisins ásamt hagsmunasamtökunum fatlaðra og ráðgjafastöðin Sjónarhóll.
  Horft var á skilgreiningu á hlutverki þeirra sem veita þjónustu í ljósi gildandi laga og þeirri hugmyndafræðilegu gilda sem lögin grundvallast á.
  Áhersla var lögð á að varpa ljósi á hversu vel sú þjónusta sem í boði er sé að nýtast notendum og aðstandendum þeirra með könnunum.
  Niðurstöður sýndu að viðhorf og upplifun foreldra er að mörgu leiti svipuð. Flestir voru sáttir við þá þjónustu sem þeir höfðu fengið og gátu nýtt sér. Það kom þó fram að þeim fannst vanta heildstæðari umgjörð um þjónustuna.

Athugasemdir: 
 • Þorskaþjálfafræði
Samþykkt: 
 • 27.11.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
360u 14. sept 2008.pdf283.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna