is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20323

Titill: 
  • Um hindranir í frumkvöðlastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um frumkvöðlastarfsemi. Frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun er hverju þjóðfélagi mikilvæg þar sem frumkvöðlastarfsemi stuðlar gjarnan að fjölbreyttara atvinnulífi og almennt auknum hagvexti. Ríki sem búa vel að frumkvöðlastarfsemi eru þannig líkleg til að stuðla að auknum hagvexti.
    Skilningur á því hvað stuðlar að frumkvöðlastarfsemi er því mjög mikilvægur. Jafnframt er mikilvægt að kanna hverjar eru helstu hindranir sem frumkvöðlar mæta gjarnan í sínu starfi. Markmið er að auka þekkingu á hindrunum í frumkvöðlastarfi svo hægt sé að draga úr þeim. í þessari grein er sérstök áhersla lögð á að fá yfirsýn yfir helstu hindranir sem verða á vegi hefbundinnar frumkvöðlastarfsemi. Stuðst er við gögn úr megindlegri rannsókn á viðhorfum íslenskra athafnakvenna til áhrifa skrifræðis, aðgengis að upplýsingum og aðgengis að fjármagni á íslenska frumkvöðlastarfsemi. Jafnframt er skoðuð svipuð rannsókn frá OECD auk almennrar heimildaleitar.
    Helstu niðurstöður eru að algengustu hindranir sem frumkvöðlar mæta í frumkvöðlastarfi eru aðgangur að fjármagni, íþyngjandi skrifræði og takmörkun á aðföngum og auðlindum. Auk þess skiptir gott áhættuþol, félagsmótun, huglægar upplifanir og bjartsýni máli. Þessar niðurstöður eru skoðaðar og útskýrðar frekar í þessari ritgerð

Samþykkt: 
  • 10.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhannes Einarsson.pdf954.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna