is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20337

Titill: 
  • Áhættuhegðun barna og ungmenna. Áhrif foreldra og fjölskylduaðstæðna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hér verður fjallað um fjölskyldugerð barna með áhættuhegðun sem tilkynnt eru til barnaverndarnefnda, hverjir áhættuþættirnir eru hjá þessum börnum og hvaða forvarnir hafa verið notaðar til að draga úr áhættuhegðun þeirra. Með greiningu á tölfræðilegum upplýsingum frá Barnaverndarstofu má sjá að ákveðinn hópur barna er í meiri áhættu á að vera tilkynntur til barnaverndarnefnda vegna áhættuhegðunar en aðrir. Börn sem alast upp hjá einstæðu foreldri eða í stjúpfjölskyldu eru þar sérstaklega nefnd og ljóst að skilnaður og flókið fjölskyldumynstur hefur að einhverju leyti áhrif á þessi börn þó fjölskylduaðstæður einar og sér geti ekki skýrt allar tilkynningar til barnaverndarnefnda vegna áhættuhegðunar. Jafningjahópurinn sem börn og ungmenni hrærast í frá degi til dags hefur einnig töluverð áhrif á áhættuhegðun sem og uppeldisaðferðir foreldra þar sem leiðandi uppeldishættir eru taldir vera góðir. Með forvörnum er unnt að vinna gott starf til að sporna við andfélagslegri hegðun barna sem leitt getur til áhættuhegðunar og eru margar gerðir forvarna í boði sem henta börnum á mismunandi aldri og á mismunandi stöðum í lífinu.

Samþykkt: 
  • 12.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrúnBA.pdf415.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna