is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20338

Titill: 
  • „Allt fatlað fólk á rétt á að umgangast ófatlað fólk.“ Skipulagt frístundastarf fyrir fatlaða framhaldsskólanemendur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um skipulagt frístundastarf fyrir fatlaða framhaldsskólanemendur í Reykjavík með áherslu á upplifun og reynslu þátttakenda í starfinu. Frístundastarfið er einnig skoðað út frá sjónarhorni starfsmanna og stjórnsýslulegs umhverfis frístundastarfsins. Niðurstöður ritgerðarinnar eru byggðar á eigindlegri rannsóknarvinnu sem unnin var á tímabilinu október 2012 til mars 2014. Byggt var á viðtölum við þrjá starfsmenn sem unnu í frístundstarfinu og fimm fötluð ungmenni á aldrinum 16–20 ára sem voru virkir þátttakendur í frístundastarfinu. Að auki voru skoðuð opinber gögn frá árunum 2010–2014 til að varpa ljósi á stjórnsýslulegt umhverfi frístundastarfsins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að grunnskólaganga fatlaðra ungmenna hafi áhrif á upplifun þeirra og reynslu af frístundastarfinu. Frístundastarfið reyndist mikilvægur vettvangur fyrir félagslíf þeirra ungmenna sem gengið höfðu í sérskóla. Þau ungmenni sem höfðu verið í almennum skóla áttu hins vegar vini og kunningja í hverfinu og voru það bæði fötluð og ófötluð ungmenni. Tengslanet þeirra var því stærra og fyrir vikið voru væntingar þeirra til starfsins ólíkar væntingum þeirra ungmenna sem komu úr sérskóla. Á heildina litið hafði þátttaka í frístundastarfinu valdeflandi áhrif á fötluðu ungmennin og þá sér í lagi samskipti þeirra við starfsmenn. Niðurstöður benda einnig til þess að hugmyndir ungmennanna um tilgang frístundastarfsins endurspeglist í viðhorfi starfsmanna til starfsins og gefur það til kynna að starfsmenn leggi sig fram við að virða vilja ungmennanna. Þátttaka í frístundastarfinu er ekki aldursviðeigandi í þeim skilningi að ófötluð ungmenni taka ekki þátt í samskonar starfi. Frístundastarfið er samt sem áður mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem þurfa stuðning allan sólarhringinn eða njóta fárra tækifæra til að eignast vini. Með því að bjóða upp á aðgreint starf er dregið úr þátttöku fatlaðra ungmenna í samfélaginu og samræmist það ekki Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007). Talsverðar breytingar þurfa því að eiga sér stað í málefnum fatlaðs fólks, meðal annars um stefnumótun og þjónustu, svo uppfylla megi grunngildi samningsins um réttindi fatlaðs fólks til að eiga sjálfstætt líf og vera þátttakendur í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 12.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis Sigurjonsd. ritgerdin.pdf809.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna