is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20339

Titill: 
 • Afplánunarúrræði á Íslandi og á Norðurlöndum. Áhrif ólíkra afplánunarúrræða á síbrotatíðni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Farið verður yfir núverandi stöðu fangelsismála hér á landi og auk þess verður fjallað um ýmis ólík afplánunarúrræði fyrir fanga bæði á Íslandi og á Norðurlöndum og áhrif þeirra á síbrotatíðni.
  Ritgerðin byggir á heimildavinnu bæði innlendu og erlendu efni.
  Fyrri rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið hér á landi og á Norðurlöndum hafa sýnt að fangar sem afplána allan sinn dóm eða hluta hans utan fangelsis eða í opnara úrræði en í lokuðu fangelsi, eru töluvert ólíklegri til þess að brjóta af sér á ný innan fimm ára frá fullnustu dóms. Fjallað er um þessi málefni út frá kenningum og sjónarhornum innan félags- og afbrotafræði. Kenningarnar sem fjallað verður um falla undir samskiptasjónarhornið og eru taumhaldskenning Travis Hirschi, kenning Edwin Sutherland um ólík félagstengsl og að lokum kenning um gagnsemi refsinga. Úrræði verða svo að lokum borin saman á milli landa og sett í kenningarlegt samhengi.
  Helstu niðurstöður eru þær að afplánun fanga í opnari úrræðum en hefðbundnum lokuðum fangelsum hefur jákvæð áhrif á síbrotatíðni þeirra. Að auki virðast úrræði þar sem fangar eru í meiri samskiptum við einstaklinga sem sjá afbrotahegðun í neikvæðu ljósi hafa jákvæð áhrif á atferli þeirra að lokinni afplánun og þegar þeir eru komnir út í samfélagið á ný.

Samþykkt: 
 • 12.1.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_ritgerd ellen yr jonsdottir lokaskil.pdf485.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hi_kapa_nov14.pdf160.84 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna