en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2034

Title: 
  • is „Þeir nenna ekkert að teikna þessir strákar“ : um kynbundnar staðalmyndir og áhrif þeirra á nám í leikskóla
Abstract: 
  • is

    Ritgerðin fjallar um félagsmótun barna í leikskólum með tilliti til kynferðis og hugsanleg áhrif hennar á áframhaldandi skólagöngu. Í PISA rannsókn OECD fyrir árið 2003 kom í ljós að kynjamunur á námsárangri stúlkum í hag er hvergi meiri en hér á landi. Leiða má líkur að því að staðlaðar ímyndir um kynhlutverk hafi árhrif á námsárangur og hefðbundar karlmennskuhugmyndir séu drengjum oft fjötur um fót í skólakerfinu. Í þessu verkefni var skoðað hvernig staðalmyndir kynjanna eru styrktar á leikskólum.
    Gerð var rannsókn sem byggðist á vettvangsathugunum í leikskóla og viðtali við leikskólakennara. Vettvangsathuganirnar voru teknar upp á myndband og greindar eftir á. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að staðalmyndir eru styrktar með þöglu samþykki. Staðalmyndir stýra að einhverju leiti framkomu og starfsháttum leikskólakennarans og annars starfsfólks deildarinnar. Þó virðist enginn taka eftir þessu og starfsfólkið telur að það stjórnist ekki af staðalmyndum. Það bendir til þess að staðlaðar ímyndir um kynhlutverk séu rótgróið fyribæri. Bæði börnin og starfsfólk deildarinnar lítur á þær sem eðlilegan hlut og veita þeim ekki sérstaka eftirtekt.

Description: 
  • is Leikskólabraut
Accepted: 
  • Nov 27, 2008
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/2034


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
360.pdf285.19 kBOpenHeildartexti PDFView/Open