en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20342

Title: 
  • Title is in Icelandic Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun. Um aðkomu Maurers að íslenskri þjóðsagnasöfnun á árunum 1858-1864
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari 60 eininga meistararitgerð er birtur afrakstur rannsóknar á aðkomu Þjóðverjans Konrads Maurers að útgáfu 'Íslenzkra þjóðsagna og æfintýra' á árunum 1858–64, en við athugun reyndist hún vera allmikil. Til að fræðast um hlut hans í útgáfunni var lögð áhersla á að leita uppi ýmis frumgögn auk annarra heimilda sem þóttu líkleg til að geta varpað ljósi á hann. Fjallað er um þá hugmyndastrauma sem voru í gangi á 18. og 19. öld, sérstaklega í Þýskalandi, og ástæður þess að menn fóru að safna þjóðlegu efni, en á þeim tíma skipti miklu máli að leita aftur til fortíðar eftir rótum eigin menningar. Þó að þetta hafi haft áhrif á hugmyndir Maurers eru það hans persónulegu viðhorf til söfnunar sem skipta meira máli, en hann var meðvitaður um að hann væri að safna efni úr samtímanum. Þó að hann væri lögfræðingur að mennt hafði hann meiri áhuga á bókmenntum, sögu og máli. Hann lærði íslensku og kom hingað árið 1858 til að ferðast um landið. Um leið safnaði hann þjóðsögum sem hann gaf út á þýsku þegar heim var komið. Í Íslandsferðinni kynntist hann Jóni Árnasyni, og hófu þeir samstarf um að gefa út íslenskt þjóðsagnasafn sem Maurer fann útgefanda fyrir í Þýskalandi. Safnið kom síðan út í tveimur bindum á árunum 1862–64. Á þessu tímabili skrifuðust þeir mikið á til að ræða um tilhögun safnsins. Jón hélt utan um söfnunina á Íslandi og sendi efnið til Maurers, sem sá um allt sem sneri að útgáfunni í Þýskalandi. Maurer hafði milligöngu milli Jóns og forlagsins og sá um prófarkalestur, en í bréfum þeirra má sjá að hann hjálpaði Jóni við margt annað er viðkom útgáfunni. Maurer var vel að sér um söfnun þjóðsagna og hafði reynslu af slíkri söfnun, og studdi hann við bakið á Jóni með ráðleggingum og hvatningu við söfnun hans.

Accepted: 
  • Jan 13, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20342


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun.pdf950.08 kBOpenHeildartextiPDFView/Open