is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20346

Titill: 
 • „Kennið þeim að halda allt sem ég hef boðið yður." Boðun og guðsmyndir í fermingarfræðsluefni þjóðkirkjunnar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til mag.theol. prófs í guðfræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnið er helstu áherslur þjóðkirkjunnar í fræðsluefni sem ætlað er fermingarbörnum í upphafi 21. aldarinnar með áherslu á guðsmynd og kristinn mannskilning.
  Ritgerðinni er ætlað að svara því með hvaða hætti kristin boðun birtist fermingarbörnum í nýútgefnu fræðsluefni Skálholtsútgáfu og hvernig því er miðlað í afhelguðu samfélagi samtímans. Birtingarmynd Guðs í sama efnivið er einnig til umfjöllunar. Skoðað er sérstaklega sjónarhorn feminískrar guðfræði á guðsmyndina og færð rök fyrir nauðsyn þess að nota kvenkyns tungutak í bland við fjöbreyttar birtingarmyndir Guðs til að styrkja guðsmyndina í hugum ungmenna. Til grundvallar við greiningu á fræðsluefninu er stuðst við stefnur þjóðkirkjunnar og Reykjavíkurborgar í fræðslumálum.
  Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að boðunarhluti fræðsluefnisins er vandaður, höfðar sterkt til ungmenna og tekur mið af takmarkaðri þekkingu fermingarbarna í kristinfræði. Er snýr að guðsmyndinni í sama efnivið er niðurstaðan sú að Guð er kynntur til leiks sem nálægt og persónulegt afl sem auðvelt er fyrir unglinga að tengja við. Guðsmyndin er þó einhæf og úr takt við jafnréttiskröfur þjóðkirkjunnar og samfélagsins. Í ritgerðinni er einnig sýnt fram á mikilvægi þess að efla innviði allrar fræðslu til ungmenna til að bregðast fljótt við hnignandi kunnáttuleysi í kjölfar breytinga á kristinfræðikennslu innan grunnskólanna. Velt er upp möguleikanum að hefja formlega fræðslu fyrir börn fyrr og vinna þannig markvisst að því að tengja samfélag og hverfiskirkju sterkari böndum. Margar leiðir eru færar í þeim efnum og ein slík rædd í umræðum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is the final assignment for a mag.theol. degree in theology at the University of Iceland. The main focus of this final thesis is exploring the teaching material the National Church of Iceland utilizes in the beginning of the 21. century for children who are at the age of confirmation. With the emphasis being on the image of God and christian understanding.
  The intention of this thesis is to explore the way the christian proclamation as depicted by recent educational material by Skálholtsútgáfa appears to these children in a desanctified society. The manifestation of God is also taken into consideration. An emphasis is put on the image of God from a feminist perspective and the necessity of using a feminist vocabulary is justified to enhance youth understanding of God. The analysis of the educational material is founded upon the educational policy of the National Church and the city of Reykjavík.
  The thesis concludes that the educational material's missionary part is well executed as well as having strong youth appeal. It also factors in the limited knowledge of the confirmation subjects in christian studies. Regarding the God image, the conclusion is that God is introduced as a close and personal force that is easy to connect to. But the diversity of the image of God is too monotounous and out of tune with demands of gender equlity within the church and in modern society.
  The thesis attempts to illustrate the importance of enhancing christian education to react to the decaying state of christian knowledge within the school system. In an attempt to bind communities and local churches together, the option of introducing formal christian education at an earlier age is contemplated.

Samþykkt: 
 • 14.1.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mag.theol. ritgerd3.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna