is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2035

Titill: 
  • Upplýsingamennt er máttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • 1. júní árið 1999 tóku gildi nýjar námskrár, Aðalnámskrá grunnskóla og Aðalnámskrá framhaldsskóla, sem höfðu í för með sér róttækar breytingar á kennslu í upplýsingatækni og tölvunotkun í framhaldsskólanum. Þar var lagt til að öll kennsla í upplýsingatækni færi fram á grunnskólastiginu. Sú breyting átti að vera komin í gagnið árið 2000 með aðlögun til ársins 2002. Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla, Upplýsinga- og tæknimennt átti einn valáfangi að vera í boði í framhaldsskólum (UTN/Tön) til að koma til móts við þá nemendur sem hefðu ekki nægan undirbúning í upplýsingatækni og tölvunotkun úr grunnskóla. Í mars 2007 kom út ný Aðalnámskrá grunnskóla, Upplýsinga- og tæknimennt sem tók gildi í ágúst sama ár með þriggja ára aðlögunartíma og áherslur þar þær sömu og í hinni fyrri. Könnun sem höfundur stóð að var lögð fyrir nemendur sem stunduðu eða höfðu lokið námi í UTN/Tön-áfanga í fjórum framhaldsskólum vorið 2005. Þar var könnuð færni þeirra í upplýsingatækni. Niðurstöður þessarar könnunar leiddu í ljós að kennsla í grunn-skóla skilaði þátttakendum ekki þeirri færni í upplýsingatækni og tölvunotkun sem ætlast er til að þeir búi yfir við lok grunnskóla. Tæplega helmingur þeirra nemenda sem spurðir voru mat kunnáttu sína í upplýsingatækni mjög góða eða góða og því rúmlega helmingur sem mat kunnáttu sína miðlungi góða, litla eða jafnvel enga fyrir UTN/Tön-áfangann. Þessir nemendur töldu að þekking þeirra hefði aukist mikið í áfanganum og að hann væri nauðsynlegur. Í niðurstöðum könnunar á færni nemenda í vélritun/fingrasetningu í Verzlunarskóla Íslands haustið 2006 töldu rúmlega 78% sig hafa fengið markvissa kennslu í grunnskóla. Meirihluti þeirra hafði einnig áhuga á að bæta þá færni enn frekar. Í viðtölum við nemendur og kennara í greininni kom fram að þeir töldu að færni í vélritun/fingrasetningu og grunnþekking í tölvunotkun væri nauðsynleg í öllu námi, starfi og samskiptum og væri því færni til framtíðar.
    Lykilorð: Upplýsingamennt, fingrasetning, upplýsingafærni.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
  • 27.11.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_lokaritgerd_SolveigFr_loka.pdf1.43 MBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna