en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20362

Title: 
 • Title is in Icelandic Meðferðarsambandið. Virðing í heilbrigðisþjónustu
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Meðferðarsamband (e. therapeutic alliance) lýsir tengslum og samstarfi meðferðaraðila og skjólstæðings þar sem þeir koma saman til að vinna að markmiðum þess síðarnefnda. Meðferðarsamband hefur mest forspárgildi allra breyta í samtalsmeðferð um árangur. Áhrif þess eru einnig sterk í meðferð við líkamlegum kvillum. Fjallað er um mikilvæg tengsl virðingar og meðferðarsambands.
  Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. Í fyrri hlutanum er hugtakið meðferðarsamband skilgreint og þróun þess sett í sögulegt samhengi. Fjallað er um áhrifamátt meðferðarsambands, þætti sem hafa áhrif á það og aðferðir til að byggja undir það. Lögð er fram tilgáta að virðing sé kjarni góðra meðferðatengsla.
  Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um virðingarhugtakið. Fjallað er um þann margbreytileika sem ríkir varðandi túlkun þess. Sett er fram gagnrýni á þrönga skilgreiningu virðingarhugtaksins, það er þegar virðing felur í sér einhlíta virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins.
  Lögð er áhersla á að skoða hvaða siðfræðilegi vegvísir og hvaða aðferðir eru vel til þess fallin að styðja heilbrigðisstarfsfólk til góðra verka og samskipta í þágu skjólstæðinga sinna í heilbrigðisþjónustu. Lögð er til víðfeðm túlkun skilyrðislausrar virðingar í heilbrigðisþjónustu. Slík túlkun virðingar styður við viðhorf sem leiðir af sér vönduð vinnubrögð, eftirsóknarvert viðmót, traust meðferðarsamband, ánægju og árangur. Leidd eru rök að því að virðing sé siðfræðilegur kjarni þess sem sjúklingum þykir eftirsóknarvert í samskiptum við fagfólk og þeir dæmi gæði þjónustu af.

Accepted: 
 • Jan 15, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20362


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð SSM loka_prentun (1).pdf276.41 kBOpenHeildartextiPDFView/Open