Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20363
Rannsóknin miðaði að því að kanna notkun bókmenntatexta sem lagður er fyrir í kennslu ensku sem annars máls á Íslandi, í efri bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólastigi. Til þess að meta hlutfall notkunar bókmenntatexta í hverjum ensku áfanga kannar rannsóknin magn alls þess lestrarefnis sem lagt er fyrir í ensku námi á þessum skólastigum. Rannsóknin skoðar hvaða textagerðir, aðrar en bókmenntatextar, eru notaðir í kennslu ensku sem annars máls og hvort nemendum sé kynntur sértækur texti (sérhæfð enskunotkun) á mótum framhaldskóla og háskólastigs. Rannsóknin beinir einnig sjónum að því hvernig bókmenntatextar eru notaðir í kennslustundum, með því að að skoða þau ritunar- og munnlegu verkefni sem notuð eru. Niðurstöðurnar benda til þess að það sé örlítil aukning á fjölda blaðsíðna sem lagður er fyrir í fyrstu þremur áföngum á framhaldsskólastigi, burtséð frá því virðist varla verða nokkur breyting og námsáætlanir virka einsleitar. Bekkjar- og hópumræður eru þau munnlegu verkefni sem frekast eru notuð, en innlögn sérhæfðs texta á ensku er minniháttar. Notkun bókmenntatexta sem lestrarefnis á báðum menntunarstigum er yfirgripsmikil og þó kennsluaðferðin sé byggð á notkun ákveðinnar texta gerðar virðist hún frekar verkefna miðuð en verk miðuð, þar sem aðal áherslan virðist vera á ritgerðasmíð.
The focus of this study was to explore the use of literature as assigned reading material in the teaching of English as a Foreign Language (EFL) in Iceland, at upper primary and secondary level. In order to estimate the proportion of literary text use within each EFL course, the study examines the quantity of all assigned readings in English education at these school levels. The study explores which text types, other than literature, are employed in EFL teaching and whether students are introduced to specialised texts (English for special purposes), at the transitional stages from secondary school to tertiary education. The study also reviews how literary texts are used in the EFL classrooms by examining the written and oral tasks employed. The results indicate that there is a slight increase in the assigned number of pages in the first three EFL courses at secondary level, other than that, there seems to be hardly any change and the syllabi look homogeneous. Class and group discussions are the preferred oral tasks, but the input of specialised English is minor. The use of literary reading texts at both educational levels is extensive, and although the pedagogy is genre based it seems more project-designed than process oriented, as the main emphasis seems to be on essay writing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jóna_Guðrún_Guðmundsdóttir.pdf | 1.65 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |