en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20364

Title: 
 • Title is in Icelandic Breytileiki og málstöðlun: Viðhorf til valinna beygingartilbrigða í íslensku máli á 19. öld
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Margvíslegur breytileiki var í íslensku máli á 19. öld í beygingum, framburði, setningagerð og orðaforða en í kennsluritum tímabilsins er jafnan fjallað meira um beygingar en um öll hin þrjú atriðin. Markmið þessarar ritgerðar er því að rannsaka viðhorf til valinna beygingartilbrigða sem stafa af málbreytingum í völdum kennslubókum og málfræðiathugunum frá nítjándu öld og fyrstu árum þeirrar tuttugustu, 1800-1923. Megináhersla er lögð á að komast að því hvaða viðmið tíðkast í málfræðikennslubókum tímabilsins ásamt því að sýna hvaða menn höfðu mest áhrif í umræðu um íslenskt mál á 19. öld. Viðmið bókanna eru mismunandi málskráningaraðferðir höfunda þeirra sem tíðkast á ólíkum tímum á öldinni. Öll viðmiðin eru hluti af skráningu málsins og endurspegla annars vegar formstýringu tungumálsins á mismunandi tímabilum og hins vegar hvernig málstaðallinn birtist og breytist eftir því sem líður á öldina.
  Málstýring nítjándu aldar var lituð af þjóðernisrómantík og almennt viðhorf Íslendinga til tungumálsins einkenndist af því að mjög var horft til glæstrar fortíðar þar sem tungumál fornbókmenntanna var hafið til vegs og virðingar. Ákveðnar þjóðfélagsbreytingar í sjálfstæðisbaráttu landsins kölluðu á sérstök málviðmið og Íslendingar stóðu frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvaða afbrigði átti að nota, m.a. í opinberri umræðu, á prenti, í móðurmálskennslu og á kennslubókum vegna vaxandi notkunar málsins á ólíkum sviðum.
  Almennt má segja að málfyrirmynda hafi verið leitað í fornu máli þegar velja þurfti máltilbrigði og móta nýtt málviðmið. Að hluta til má rekja þá ákvörðun til Rasmusar Rasks sem virðist fyrstur manna setja fram forskrift í útgefinni málfræðikennslubók með því að sýna hvaða afbrigði skuli nota ef tvö beygingartilbrigði geta staðið í sömu stöðu. Aðferðin sem Rask lagði til og Halldór Kr. boðaði fólst í því að taka meira mið af fornmálinu og sú nálgun þeirra fékk góðar viðtökur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar þar sem hún endurspeglaði málhreinsunarstefnu 19. aldarinnar um útrýmingu erlendra áhrifa og innlendra málbreytinga.

Accepted: 
 • Jan 15, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20364


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Breytileiki og málstöðlun_AtliJóhannsson.pdf1.13 MBOpenHeildartextiPDFView/Open