is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20365

Titill: 
  • 2000 - vandinn. Veruleiki eða uppblásinn ótti?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Á ofanverðum tíunda áratug síðustu aldar höfðu menn miklar áhyggjur af því um allan heim, að mikilvæg tölvukerfi réðu ekki við breytinguna frá árinu 1999 til ársins 2000 og hvaða óvissu það myndi valda. Sem dæmi voru nefnd fjarskiptakerfi, orkuveitur, flugstjórnarkerfi, hernaðartæki og fjármálastarfsemi.
    2000-vandinn varð til vegna mikils kostnaðar sem fylgdi tækni í frumbernsku, þegar áríðandi var að fara sparlega með öll aðföng. Allt fram til ársins 2000 voru ártöl í fjölmörgum tölvukerfum einungis tilgreind með tveimur tölustöfum. Ekki fór mikið fyrir umræðu um vandann framanaf, en umræðan og vinnan við að leysa úr honum varð fyrirferðarmikil á tíunda áratug síðustu aldar og hafði áhrif á fyrirtæki jafnt sem ríkisstjórnir. Þessi síðari helmingur aldarinnar var tími mikilla breytinga þegar tölvutækninni fleygði fram og að sumra mati stjórnlaust. Óttinn var ekki langt undan á tíma vígbúnaðarkapphlaups og óöryggis sem fylgdi köldu stríði. 2000-vandinn féll inn í það hugarfar og kallaði fram ótta og vanmátt manna í umgengni við þessa óumflýjanlegu framtíðarsýn. Það var heldur ekki neinn skortur á dramatískum lýsingum á hugsanlegum afleiðingum þess að gera ekki neitt og því ekkert til sparað. Það var einstakt við 2000-vandann, að ekki varð undan honum komist, því í fyllingu tímans myndi 1. janúar 2000 renna upp með þeim afleiðingum sem undirbúningurinn gæfi tilefni til. Því voru þeir margir sem biðu spenntir eftir því hvort samfélag okkar yrði fyrir þeim skakkaföllum sem spáð hafði verið.
    Þessi vinna kostaði sitt og þeim fjármunum varð ekki ráðstafað annað. Það varð mörgum viðkvæmt að gera dæmið upp og leita svara við því, hvort ávinningurinn hafi orðið slíkur, að réttlæta mætti útgjöldin. Inn í þá mynd varð einnig að taka hvað það kostaði að kaupa sér tryggingu fyrir einhverjum óskilgreindum ósköpum, því ekki tryggirðu eftirá. Og varð einhver langtímaávinningur? Eftir stendur spurningin hvort 2000-vandinn hafi verið veruleiki eða uppblásinn ótti?

Samþykkt: 
  • 15.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2000-vandinn. Veruleiki eða uppblásinn ótti.pdf247.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna