Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2037
Þessi lokaritgerð er unninn til B.Ed prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri haustið 2008. Hér er saga íslenskrar stafsetningar skoðuð frá upphafi íslensks ritmáls til dagsinns í dag og velt fyrir sér framtíð hennar. Litið er á hvaða stafsetningarkennsluaferðir hafa verið notaðar hér á landi og fjallað verður um aðferð við kennslu á stafsetningu sem Baldur Sigurðsson hefur þróað. Gerð var stafsetningar könnun, sem lögð var fyrir 130 nemendur í 9. bekk á Akureyri.
Í þessari könnun var verið að kanna hvaða stafsetningarreglur nemendur brjóta hellst og reyna að koma fram með hugmyndir um hvað mætti að gera til bóta. Kynjamunur var skoðaður. Lögð var fyrir eyðufyllingaræfing sem var lesin upp fyrir nemendur og villur síðan taldar. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að strákarnir voru aðeins verri í stafsetningu og stúlkunar jafnari yfir heildina, færri stúlkur voru með mikinn fjölda af villum, þær voru flestar á bilinu 2 til 4 villur. Mikið var um að nemendur gerðu villur varðandi n og nn regluna og einnig voru nemendur í efiðleikum með hvort að stafirnir v eða f ættu að vera í orðunum.
Niðurstaða ransóknarinnar var að með því að breyta úr hinum hefðbundnu kennsluaðferðum sem verið er að beita í skólum og beita í stað nýjum aðferðum eins og aðferð Baldur Sigðurssonar þá megi lækka villufjöldan Auk þess að gera nemendur öruggari með sig við skriftir því að mikið af þessum villum er tengt óöryggi nemenda vegna þess að þeir hafa ekki fengið að sjá orðinn rétt skrifuð í upphafi. Að mínu mati er kennarar gjarnir á þegar þeir vinna með stafsetningu og að einbeita sér að um of af villu fjölda en reyna ekki að koma í veg fyrir þær. Fækka mætti stafsetingarreglunum til að einföldunar og gera hana meira aðlaðandi fyrir nemendur. Gerð þessara ritgerðar kynnir sögu stafsetningar og getur bent kennurum á góða kennsluaðferðir í stafsetningu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
360alsteinsson.pdf | 616.74 kB | Opinn | Stafsetning sagan og kennsluaðferðir - heild | Skoða/Opna |