is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20370

Titill: 
  • Frumkvöðull í gæðamálum síldarútvegs og öryggismálum sjómanna. Ævi og störf Jóns Eyjólfs Bergsveinssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um Jón Eyjólf Bergsveinsson sjómann, síldarmatsmann og erindreka Slysavarnafélags Íslands. Hann fæddist 27. júní 1879 í Hvallátrum á Breiðafirði og lést þann 17. desember 1954. Einkum er byggt á gögnum Jóns sjálfs sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni Íslands. Fyrsti hluti ritgerðarinnar fjallar um uppvaxtarár Jóns og er byggður á endurminningum hans um árin við Breiðafjörð og um fyrstu ár hans sem sjómanns. Jón hélt ungur suður og útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1902 og starfaði svo sem sjómaður. Annar hluti ritgerðarinnar fjallar um ferðalög Jóns til Noregs 1903-1904 og Englands og Hollands 1905-1906. Markmið hans með þessum ferðum var að afla sér þekkingar í síldveiði og síldarvinnslu og miðla henni til Íslendinga þegar heim væri komið en fáir sýndu því áhuga að nýta þekkingu Jóns. Næstu ár starfaði hann sem sjómaður og ferðaðist víða, meðal annars til Spánar og Alsír. Þriðji hluti ritgerðarinnar fjallar um störf Jóns sem síldarmatsmanns á Akureyri en hann var skipaður í það embætti árið 1909. Jón hélt áfram að sækja sér þekkingu utan landsteinna, ferðaðist til Bandaríkjanna og fleiri landa til að kynna sér markaðinn fyrir íslenska síld. Hann starfaði sem síldarmatsmaður til 1926. Í krafti starfs síns barðist hann fyrir bættum framleiðsluháttum í síldarútvegi en mætti mótstöðu útgerðarmanna. Fjallað eru um störf Jóns í þágu slysavarna í fjórða kafla. Jón var skipaður erindreki Fiskifélags Íslands í björgunarmálum 1926 og var lykilmaður í stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928. Jón var skipaður erindreki Slysavarnafélags Íslands og gegndi því starfi til 1949. Hann átti stóran þátt í stofnun deilda Slysavarnafélagsins víða um land og sérstakra kvennadeilda sem urðu ein helsta fjáröflunarleið félagsins. Fimmti og síðasti hluti ritgerðarinnar segir frá fjölskylduhögum Jóns og síðari árum ásamt umfjöllun um eiginkonu hans Ástríði Eggertsdóttur sem var stoð og stytta Jóns.

Samþykkt: 
  • 16.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frumkvöðull í gæðamálum síldarútvegs og öryggismálum sjómanna.pdf920.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna