is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20372

Titill: 
  • „Sjálfsmorð eiga sitt eigið tungumál.“ Textalegt sjálfsmorð og tilraun til endurholdgunar í ljóðum Sylviu Plath, Anne Sexton og Alejöndru Pizarnik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin beinir sjónum sínum að tungumáli kvenjátningaskálda, og þá sérstaklega Sylviu Plath, Alejöndru Pizarnik og Anne Sexton. Ljóð þeirra virðast sprottin úr svipuðum tilfinningum en dauðinn, lífið, sjálfsleit og raddleysi eru áberandi þemu í ljóðum þeirra allra. Játningaskáldin voru hópur skálda sem byrjuðu að skrifa mjög einlæg og einföld ljóð rétt eftir seinni heimstyrjöld. Ljóðin eru mjög persónuleg og mikið er um sjálfsskoðun, sjálfsskömm og leit að sjálfi í niðurbrotnum heimi. Athyglisvert er að þessar þrjár skáldasystur frömdu sjálfsmorð um svipað leyti og á svipuðum aldri. Spurningar vakna hvort eitthvað sameiginlegt í ljóðum þeirra gefi til kynna sorgleg endalok þeirra eða hvort ljóðin hafi verið leið þeirra til þerapíu og hafi haldið í þeim lífinu lengur en ella. Bókstaflegum sjálfsmorðum skáldanna er ekki gefinn mikill gaumur, frekar textalegu sjálfsmorði þeirra í ljóði og ítrekaðri tilraun til endurreisnar. Leitin að sjálfstæðri rödd í karllægu tungumáli verður einnig stór þáttur í sjálfsleit þeirra og er hér beitt hugmyndum Simone de Beauvoir, Hélène Cixous og Albert Camus, en sá síðastnefndi taldi sjálfsmorðið vera einu leið mannsins til að staðfesta sjálfstæði sitt og í því samhengi verður sjálfsmorðið að uppreisn gegn alvaldinu, gegn Guði, gegn tungumálinu.

Samþykkt: 
  • 16.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilborg Krista lagfært.pdf420.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna