Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20373
Hér verður greint frá risi og falli Míkhaíls Bakhtíns (1895–1975) í fræðilegri umræðu á Íslandi. Orðspor sovéska hugsuðarins barst hingað til lands við upphaf níunda áratugarins, á umbrotaskeiði í akademískri umræðu — þegar bókmenntafræðin tók á sig núverandi mynd. Orðræðan í kringum Bakhtín var frá upphafi nátengd leitinni að nútímanum; á hátindi viðtökusögunnar var hann meira að segja gerður að spámanni og brautryðjanda fyrir tíma sem loks runnu upp á Íslandi í byrjun tíunda áratugarins og ýmist hafa verið kenndir við póstmódernisma eða póststrúktúralisma. Að sama skapi var fallið af þessum stalli hátt og sér ekki fyrir endann á því.
Here follows an exploration of the rise and fall of Mikhail Bakhtin (1895-1975) in Icelandic academic thought. The Soviet thinker’s reputation reached Iceland in the early 1980’s, during a tumultuous time in academia — when the study of comparative literature was taking on its current form. The discourse shrouding Bakhtin was from the very beginning intertwined with the search for modernity; the highpoint of this academic response even saw him as a prophet and pioneer for a time that eventually dawned on Iceland in the early 1990’s, under the flag of postmodernism or poststructuralism. Correspondingly, his fall from this pedestal was steep, and has yet to reach ground.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA Gunnar Pétursson Bókmenntir.pdf | 1.42 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |