is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20376

Titill: 
  • Hver er öðrum æðri? Um dýr sem minnihlutahóp
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um dýr sem minnihlutahóp. Leitast er við að opna augu fólks fyrir slæmum aðstæðum húsdýra í nútímasamfélagi og sýna hvernig kúgun þeirra er ekki ólík því óréttlæti og kúgun sem aðrir minnihlutahópar hafa orðið fyrir af hálfu mannsins í gegnum tíðina. Sérstaklega er litið til skáldsagnanna The Lives of Animals eftir J. M. Coetzee og Animal Farm eftir George Orwell. Skáldsagan The Lives of Animals er skrifuð sem tveir fyrirlestrar sem persónan Elizabeth Costello heldur við Appleton háskóla. Þar fjallar hún um bág réttindi dýra í nútímasamfélagi og ber meðal annars verksmiðjulandbúnað saman við útrýmingarbúðir nasista. Animal Farm fjallar um hóp dýra á bóndabæ sem gera uppreisn gegn húsbónda sínum og ná þannig bænum á sitt vald. Hún er oftast túlkuð sem allegoría og lesin sem slík en í þessari ritgerð er sagan ekki lesin á þann hátt heldur bókstaflega.
    Fjallað er um hvernig dýr hafa verið undirgefin og kúguð af manninum um aldir og eru enn þann dag í dag þrátt fyrir betri þekkingu okkar á lífi og tilfinningum þeirra. Margar hugmyndir og kenningar hafa orðið til um tilfinningar og sálarlíf dýra sem í dag eru ekki allar taldar raunsæjar. Þrátt fyrir að við séum orðin mun upplýstari um dýr en áður fyrr þá telur maðurinn sig enn vera æðri þeim og gerir þau þannig að minnihlutahóp. Ritgerðinni er skipt upp í fjóra kafla. Í fyrsta kaflanum er fjallað um íslenskar dýrasögur, aðalega smásögur Gests Pálssonar og Þorgils gjallanda. Skoðað er hvernig þessar sögur eru ólíkar skáldsögunum sem fjallað er um í ritgerðinni. Í öðrum kafla eru þær heimspeki- og trúarhugmyndir sem helst hafa mótað hugsun manna um dýr í gegnum aldirnar teknar fyrir. Sérstaklega eru skoðaðar hugmyndir dýrlingsins Thomas Aquinas og heimspekingsins Réne Descartes. Í þriðja kafla er skoðað hvernig kúgun og slæm meðferð á dýrum er ekki ólík kúgun annarra minnihlutahópa. Í fjórða kafla er svo fjallað um muninn á gæludýrum og húsdýrum og hversu mikil hræsni felst í nútíma gæludýrahaldi.

Samþykkt: 
  • 19.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf616.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna