is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20378

Titill: 
  • Transfólk í kvikmyndum: Kynjafræðileg greining á birtingarmyndum transfólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er birtingamynd transfólks í kvikmyndum. Transfólk hefur almennt séð ekki verið algengt viðfangsefni í kvikmyndum en sýnileiki þeirra, bæði í samfélaginu og í alskyns miðlum, hefur verið að aukast á síðustu árum. Í ritgerðinni verður lögð áhersla á kvikmyndir með transfólki í aðalhlutverki, þar sem að transkarlinn/konan er leikin af leikara af sama kyni og upphaflegt líffræðilegt kyn transmanneskjunnar var. Kvikmyndirnar sem greindar eru tilheyra allar ólíkum kvikmyndagreinum, auk þess sem þær eru allar frá ólíkum löndum. Kvikmyndirnar sem teknar eru fyrir eru: Breakfast on Pluto (2005, Neil Jordan), dramatísk gamanmynd frá Írlandi, Boys Don't Cry (1999, Kimberly Pierce) sem er dramamynd frá Bandaríkjunum og The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert (1994, Stephen Elliot), dramatísk gamanmynd í camp stíl frá Ástralíu.
    Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvernig transfólk er sýnt í kvikmyndum í tengslum við hugmyndir um kyngervi. Kvikmyndirnar eru bæði greindar út frá fræðigreinum úr kynjafræðinni og kvikmyndafræðinni. Stuðst er við kenningar R. W. Connell um stigveldi karlmennskunnar úr bókinni Masculinities sem og grein Mimi Schippers, „Rocovering the Feminine Other,“ þar sem hún vinnur upp úr hugmyndum Connell til að búa til kenningu um stigveldi kvenleikans. Einnig verður grein Lauru Mulvey, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“, sem rýnir í það hvernig konur eru hlutgerðar af kvikmyndamiðlinum, notuð til þess að greina það hvernig transfólkið er kvikmyndað.
    Skoðað er hvernig transfólkið er túlkað í kvikmyndunum og hvernig kyngervi þess birtist. Í Breakfast on Pluto og The Adventures of Priscilla eru transkonurnar teknar fyrir út frá hugmyndum um styðjandi kvenleika og í Boys Don't Cry er transkarl skoðaður út frá hugmyndum um samseka karlmennsku. Í öllum kvikmyndunum er síðan skoðað hvernig transfólkið er kvikmyndað; transkonurnar eru aðallega kvikmyndaðar eins og konur en transkarlinn er fyrst kvikmyndaður líkt og karlmaður en síðar í myndinni eins og kona. Einnig er leitast við að tengja The Adventures of Priscilla við kenningar Susan Sontag og Jack Babuscio um stílbragðið camp til þess að staðsetja myndina innan hinseginfræðinnar.

Samþykkt: 
  • 19.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20378


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrund_BA_Transfólk_í_kvikmyndum.pdf479.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna