is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20379

Titill: 
  • Kristilegt barnastarf. Samanburður á barnastarfi þjóðkirkjunnar og barnastarfi K.F.U.M. og K.F.U.K
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • „Segja má að Breiðholtshverfin, ásamt Árbæjarhverfi, séu hið fyrsta eiginlega úthverfi Reykjavíkurborgar“ þetta kemur fram í skipulags og matslýsingu Reykjavíkurborgar 1. Apríl 1014. Þessi tvö hverfi eru að byggjast upp á sama tíma og með mjög svipuðum hætti. Innan þessara hverfa eru allar tegundir híbýla einbýlishús, raðhús, parhús og blokkir. Hverfin voru mjög svipuð hvað fólksfjölda varðar allt þar til Norðlingaholtið fer að byggjast upp í kringum 2008. Að sama skapi eru sóknarbörn Seljasóknar og Árbæjarsóknar mjög svipuð að fjölda, þó Árbæjarsókn hafi örlítið fleiri. Barnastarfið í þessum tveimur sóknum er að sama skapi með mismunandi sniði. Í Seljakirkju er boðið uppá barnastarf K.F.U.M. og K.F.U.K. en í Árbæjarkirkju er boðið uppá barnastarf þjóðkirkjunnar. Í þessari ritgerð ætla ég að leitast við að bera saman þessar tvær leiðir barnastarfs og skoða í því tilliti hvað er líkt og ólíkt. Til þess ætla ég að notast við viðtöl sem tekin voru við leiðbeinendur barnastarfs í hvorri kirkju fyrir sig, viðtal við æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK og viðtal við fræðslufulltrúa á Biskupsstofu. Öll viðtöl sem tekin voru við úrvinnslu þessarar ritgerðar voru tekin á vormánuðum 2014 og miða því allar tölur og upplýsingar úr þeim við starfsárið 2013 – 2014, nema annað sé tekið fram. Við úrvinnslu viðtala vonast ég til að geta veitt nokkuð góða innsýn í það barnastarf sem í boði er af þessum tveimur kirkjum. Að lokum ætla ég að bera saman þær upplýsingar sem ég hef útúr þessum viðtölum og koma með mína innsýn á hvað er vel gert og hvað mætti betur fara.

Samþykkt: 
  • 19.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20379


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf765.5 kBLokaður til...20.01.2025HeildartextiPDF