Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20382
Í maí og júní árið 2014 var fjórtán sýnum úr gufuaugum safnað á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík. Sýnin voru efnagreind og niðurstöðurnar notaðar til að reikna hita undir yfirborði með aðstoð gashitamæla. Niðurstöður gashitamælanna gefa til kynna hita á bilinu 135-298°C. CO2 mælirinn gefur hæsta hitastigið, H2S mælirinn gefur næst hæsta hitann, H2 mælirinn næst lægsta hitann og CO2/H2 mælirinn gefur lægsta hitastigið. Mismunandi hitastig út frá mismunandi gashitamælum er talið stafa af þéttingu gufu í uppstreymisrás sem getur numið allt að 30%. Samanborið við hitastig út frá gashitamælum á árunum 1981-1985 þá hafa litlar breytingar orðið á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík á sl. 30 árum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS.pdf | 3,93 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |