is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20383

Titill: 
  • Alsæi í leikritinu Utan gátta. Sviðsetning ögunarástands í eftirlitssamfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA.-prófs í almennri bókmenntafræði. Hún er túlkun á leikriti Sigurðar Pálssonar, Utan gátta, út frá kenningum Michel Foucaults um alsæi, vald og þekkingu sem hann byggir á hringlaga alsæisbyggingu Jeremy Benthams. Þar ríkir vald í krafti ósýnilegs eftirlits því valdhafi getur setið í miðturni byggingarinnar og haft eftirlit með vistmönnum í klefum sem eru á jaðrinum. Þeir vita aldrei hvenær valdinu er beitt en tilhugsunin ein um eftirlitið agar þá.
    Í þessari ritgerð er leikhúsið greint sem alsæisbygging í Utan gátta vegna þess hve leiksviðið minnir á klefa hringhússins en tæknibúrið á miðturninn. Leikritið er því næst skoðað í bókmenntalegu samhengi þar sem það er meðal annars tengt við vald Kreons í gríska leikritinu Antígónu. Einnig er alsæið borið saman við ögunarástandið í eftirlits- og fjölmiðlunarsamfélagi nútímans þar sem samfélagsmiðlar eins og Facebook birtast sem alsæisbygging. Þar er eftirlitið gagnkvæmt og notendur síðunnar aga sig sjálfir. Með auknum tækniframförum líkist samfélagið sjálft enn frekar alsæisbyggingu þar sem ósýnilegt eftirlit er víða. Áreitið er óhjákvæmilegt og fjallað er um hvernig áhrifagirni einstaklinga leiðir til þátttöku þeirra í því að deila valdinu og renna þeir þá saman við valdið. Þá er til umfjöllunar hvernig Sigurður Pálsson sýnir á kómískan hátt hvernig og hvers vegna einstaklingar í eftirlitssamfélagi nútímans eru ráðvilltir og óöruggir. Leikrit Sigurðar, Utan gátta verður þá eins og táknmynd ögunar-samfélags nútímans.

Samþykkt: 
  • 19.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Regínu PDF.pdf310.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna