Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/20389
Ritgerð þessi fjallar um gjörninginn Sirkus eftir hóp listamanna sem reka Kling & Bang gallerí í Reykjavík. Gjörningurinn fólst í því að flytja barinn Sirkus á Frieze Art Fair listakaupstefnuna í London árið 2008. Íslenskir listamenn voru fengnir til að fylgja verkinu til London og koma fram á barnum. Gjörningurinn er skoðaður í ljósi kenninga um þátttöku- og venslalistir.
Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um sögu Kling & Bang gallerís. Í öðrum hluta hennar er fjallað um listakaupstefnur og þau þáttaskil sem urðu með Frieze Projects. Þá verður fjallað um Sirkus gjörninginn á Frieze Art Fair. Í þriðja hluta er farið yfir kenningar Nicolas Bourriaud um fagurfræði vensla. Því næst verður fjallað um þátttakendur í listaverkum í ljósi kenninga Claire Bishop. Í niðurstöðum er Sirkus gjörningurinn greindur út frá kenningum Bourriaud og Bishop og skoðuð verða tengsl sem verkið skapar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að Sirkus verkið falli undir skilgreiningu vensla- og þátttökulista og skapi óhefluð og ærslafull tengsl á milli fólks í rými þar sem samskipti eru jafnan fyrir fram ákveðin og skipulögð.
Þar sem lítið er um fræðileg skrif um Sirkus gjörninginn er stuðst við umfjöllun fjölmiðla og viðtöl við fjóra af listamönnunum sem stóðu að og skipulögðu gjörninginn, þau Erling T. V. Klingenberg, Kristján Björn Þórðarson, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Úlf Grönvold.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
IBB_Sirkus á Frieze.pdf | 9.32 MB | Open | Heildartexti | View/Open |