is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20393

Titill: 
  • Femínismi í Japan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar fjallar um femínisma í Japan allt frá Meiji tímabilinu (1868-1912) til dagsins í dag. Byrjað verður á því að fjalla stuttlega um japanskan femínisma og hugtakið „góð eiginkona, vitur móðir“ (ryousai kenbo). Því næst verður farið yfir Meiji tímabilið þegar miklar breytingar á stjórnarskipulagi áttu sér stað. Japanir fengu þá fyrst lögbundið þing, stjórnarskráin leit dagsins ljós, aukin áhersla var lögð á menntun, fjölskylduskráningakerfið (koseki) var sett á og hugtakið „góð eiginkona, vitur móðir“ (ryousai kenbo) átti eftir að hafa mikil áhrif á þjóðina. Konur í Japan byrjuðu að berjast fyrir frekari réttindum og segja má að fyrstu skref í átt að femínisma í Japan hafi verið tekin á þessum tíma. Næst verður farið yfir Taiso tímabilið (1912-1926) og þar til konur í Japan fengu kosningarétt, stuttu eftir seinni heimstyrjöldina. Við munum skoða seinni femínistahreyfingar á sjötta og sjöunda áratugnum, fara yfir baráttuna um getnaðarvarnarpilluna og enda á stöðu kvenna í Japan í dag.

Samþykkt: 
  • 20.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólrún Svava Skúladóttir.pdf721.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna