Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/20393
Meginefni þessarar ritgerðar fjallar um femínisma í Japan allt frá Meiji tímabilinu (1868-1912) til dagsins í dag. Byrjað verður á því að fjalla stuttlega um japanskan femínisma og hugtakið „góð eiginkona, vitur móðir“ (ryousai kenbo). Því næst verður farið yfir Meiji tímabilið þegar miklar breytingar á stjórnarskipulagi áttu sér stað. Japanir fengu þá fyrst lögbundið þing, stjórnarskráin leit dagsins ljós, aukin áhersla var lögð á menntun, fjölskylduskráningakerfið (koseki) var sett á og hugtakið „góð eiginkona, vitur móðir“ (ryousai kenbo) átti eftir að hafa mikil áhrif á þjóðina. Konur í Japan byrjuðu að berjast fyrir frekari réttindum og segja má að fyrstu skref í átt að femínisma í Japan hafi verið tekin á þessum tíma. Næst verður farið yfir Taiso tímabilið (1912-1926) og þar til konur í Japan fengu kosningarétt, stuttu eftir seinni heimstyrjöldina. Við munum skoða seinni femínistahreyfingar á sjötta og sjöunda áratugnum, fara yfir baráttuna um getnaðarvarnarpilluna og enda á stöðu kvenna í Japan í dag.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Sólrún Svava Skúladóttir.pdf | 721,62 kB | Open | Heildartexti | View/Open |