is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/204

Titill: 
 • Ánægja foreldra : rannsókn á ánægju foreldra með þjónustu dagdeildar barna á FSA
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Dagdeildir eru víða að ryðja sér til rúms og með notkun þeirra fækkar legusjúklingum, færri stöður þarf að manna og fjármagn sparast.
  Tilgangurinn rannsóknarinnar var að kanna ánægju foreldra með þá þjónustu sem veitt er á dagdeild barna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Spurt var um aðbúnað og umhverfi sjúkrahússins, þjónustu hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra starfsmanna sjúkrahússins.
  Erlendar og íslenskar rannsóknir hafa sýnt að almennt er fólk ánægt með þjónustu heilbrigðisstofnanna en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á dagdeildum og hefur ekki verið gerð rannsókn á dagdeild barna á FSA.
  Megindleg aðferðafræði var notuð við gerð þessarar rannsóknar þar sem upplýsingum var safnað kerfisbundið með spurningalista sem mælir ánægju foreldra. Spurningalistinn heitir á frummálinu PFSQ (Pediatric Family Satisfaction Questionnaire) og var hann þýddur af Helgu Bragadóttur sem veitti leyfi fyrir því að listinn væri notaður í rannsókninni.
  Þýðið samanstóð af öllum foreldrum barna sem fá þjónustu á dagdeild barna á FSA. Úrtakið voru allir foreldrar barna sem komu á dagdeildina á tímabilinu sjöunda janúar til tíunda apríl árið 2004 sem voru alls 69 talsins. Alls svöruðu 64 foreldrar listanum
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að í heildina fannst foreldrum aðstaðan góð og mikill meirihluti foreldra var ánægður með þjónustu og viðmót starfsfólks. Ekki var merkjanlegur munur á ánægju milli kynja né eftir menntun eða aldri.
  Lykilhugtök: Börn- foreldrar- ánægja – dagdeild.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dagd.pdf1.39 MBTakmarkaðurÁnægja foreldra - heildPDF
dagd-e.pdf147.4 kBOpinnÁnægja foreldra - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
dagd-h.pdf162.71 kBOpinnÁnægja foreldra - heimildaskráPDFSkoða/Opna
dagd-u.pdf119.51 kBOpinnÁnægja foreldra - útdrátturPDFSkoða/Opna