is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20402

Titill: 
 • Hvað ætlar þú að verða? Slæpingjamyndin sem undirgrein
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður leitast við að skilgreina slæpingjamyndina (e. slacker film) sem undirgrein. Stuðst verður við kenningar Alan Williams til þess að búa til þrjá hringi sem verkfæri til þessarar greiningar. Fyrsti hringurinn afmarkar forsögu slæpingjamyndarinnar. Annar hringurinn rúmar svo slæpingjamyndina innan hefðbundins framleiðslukerfis. Að lokum afmarkar innsti hringurinn slæpingjamyndir utan hefðbundins framleiðslukerfis. Markmiðið er að athuga hvernig hefðin fyrir slæpingjamyndinni byggðist upp með því að skoða söguna og rýna svo í kvikmyndir með það að leiðarljósi að greina slæpingjamyndina. Þá verða slæpingjamyndir framleiddar innan hefðbundis framleiðslukerfis bornar saman við þær sem eru framleiddar utan þess. Ritgerðinni er skipt í fimm hluta; inngang, þrjá greiningarkafla og lokaorð.
  Í fyrsta greiningarkaflanum verður fyrsti afmörkunarhringur greiningarinnar skoðaður. Kvikmyndirnar Rebel Without a Cause (1955, Nicholas Ray) og Animal House (1978, John Landis) verða síðan greindar út frá hluta þeirra í forsögu slæpingjamyndarinnar. Þá verða tengsl hippamenningar sjöunda áratugarins við hugmyndafræði slæpingjans skoðuð.
  Annar greiningarkaflinn snýr að slæpingjamyndum sem framleiddar eru að miklu leyti innan hefðbundins framleiðslukerfis; öðrum afmörkunarhring greinarinnar. Kvikmyndirnar Say Anything... (1989, Cameron Crowe) og Reality Bites (1994, Ben Stiller) verða greindar út frá framsetningu þeirra á slæpingjanum og hugmyndafræði hans athuguð. Þá verður stigs munur á framsetningu þeirra skoðaður.
  Að lokum verða kvikmyndir sem endurspegla hugmyndafræði slæpingjans í efnistökum sem og framleiðslu teknar fyrir í þriðja og síðasta kaflanum. Kvikmyndirnar Slacker (1991, Richard Linklater) og Clerks (1994, Kevin Smith) verða teknar fyrir og rýnt í umfjöllun þeirra um slæpingjann, auk þess sem rýnt verður í hugmyndafræði, framleiðslu og viðtökur myndanna.

Samþykkt: 
 • 21.1.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brusi.pdf654.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna