is Íslenska en English

??? (vantar ItemDisposition) ???

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20411

Titill: 
  • Fæðingarsamtal: Forprófun fræðsluíhlutunar í meðgönguvernd
  • Titill er á ensku Birth dialogue: Pretesting an educational intervention in antenatal care
Efnisorð: 
Útgáfa: 
  • Júní 2014
Útdráttur: 
  • Umtalsverður hluti verðandi foreldra sækir foreldrafræðslunámskeið á meðgöngu í þeim tilgangi að undirbúa sig fyrir fæðingu. Rannsóknir benda til þess að slík námskeið hafi ekki áhrif á útkomu fæðingar en undirbúi konuna með því að veita upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er. Í ljósi þess að inngrip hafa aukist í fæðingarferlinu, keisaratíðni og notkun mænurótardeyfinga, hefur skapast umræða um hvernig fræðsla á meðgöngu geti aukið tíðni eðlilegra fæðinga. Tilgangur þessa verkefnis var að þróa og forprófa fæðingarsamtal sem yrði veitt af ljósmóður í meðgönguvernd fyrir verðandi foreldra. Markmið fæðingarsamtalsins er að undirbúa verðandi foreldra með því að auka öryggi þeirra og styrkja konuna þannig að hún hafi meiri trú á eigin getu til þess að fæða án inngripa. Fyrirmyndin að fæðingarsamtalinu kemur frá Bretlandi þar sem ljósmæður, sem sinna samfelldri ljósmæðraþjónustu, veita fæðingarfræðslu í meðgönguvernd sem þær kalla birth talk eða fæðingarspjall. Jafnframt var sótt í hugmyndafræði Carl Rogers um persónumiðaða nálgun (e. person-centred approach) og kenningu Aron Antonovsky um salutogenesis til að þróa fæðingarsamtalið. Valin var eigindleg rannsóknaraðferð gagnabundinnar kenningar til að skoða hvernig verðandi foreldrar skynja væntanlegu fæðingu og hvaða áhrif fæðingarsamtalið hefur á þessa skynjun og reynslu þeirra af fæðingunni. Þátttakendur í rannsókninni fengu á meðgöngu fæðingarsamtal við ljósmóður en áhrifin af íhlutuninni voru skoðuð með því að taka viðtöl við þátttakendur fyrir íhlutunina, viku eftir íhlutunina og síðan fjórum vikum eftir fæðinguna. Við greiningu gagna kom eitt meginþema í ljós sem var dró úr kvíða og jók sjálfsöryggi og síðan voru greind níu undirþemu sem styrktu meginþemað. Meginniðurstöður sýna að fæðingarsamtalið hafði áhrif á sjálfsöryggi kvenna til að fæða án inngripa. Jafnframt sýna niðurstöðurnar að fræðsla ein og sér getur ekki haft áhrif á útkomu fæðingar. Aðrir þættir hafa einnig áhrif, til að mynda umönnunin sem konan fær í fæðingunni varðandi það hvernig hún nýtir sér fræðsluna sem henni var veitt á meðgöngu.

  • Útdráttur er á ensku

    A significant part of expecting parents attend antenatal classes. The purpose is to prepare them for the labour and birth. Research in the area of antenatal education show that classes do not affect the birth outcome but prepare the woman by providing her with information on the available options. Concern about the rising number of interventions and caesarean rates, has created a debate about how childbirth education can increase the number of normal births. The aim of this study was to develop and pretest a birth dialogue provided by a midwife during antenatal care for the expecting parents. The purpose of the birth dialogue is to increase the confidence of expecting partents for childbirth and to empower the woman so that she is confident to opt for natural birth. The paradigm of the birth dialogue comes from the UK where midwives who work in a caseload midwifery care provide birth education called birth talk during pregnancy. The development of his study is also based on the ideology of person centred approach by Carl Rogers and the theory of Aron Antonovsy on Salutogenis. A qualitative, grounded theory approach was used to examine how expecting parents perceive the coming birth, and what impact the birth dialogue has on their perception and birth experience. Participants in the study had a birth dialogue with a midwife during the pregnancy. The effect of the intervention was examined by interviewing participants before the intervention, one week after intervention and four weeks after birth. One core category, reduce anxiety and enhanced self-confience was indentified and nine subcategories emerged from the data. The findings from this study indicate that the birth dialogue is well suited to support women to give birth naturally.The findings also indicate that education intervention alone can not affect the birth outcome. The same approach must be employed in the education and care the woman receives during during the birth.

Samþykkt: 
  • 22.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónína Sigríður Birgisdóttir.pdf3.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna