is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20412

Titill: 
  • Áhrif Stýrðrar kennslu Engelmanns og Fimiþjálfunar á stærðfræðifærni þrettán ára stúlku með námsörðugleika í stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kennsluaðferðirnar Stýrð kennsla (Direct Instruction) og Fimiþjálfun (Precision Teaching) hafa lengi verið notaðar með góðum árangri við stærðfræðikennslu erlendis og mikill fjöldi rannsókna ber því vitni. Núverandi rannsókn var ætlað að athuga virkni kennsluaðferðanna við íslenskar aðstæður. Þátttakandi í núverandi rannsókn var þrettán ára stúlka með stærðfræðifærni sem var undir meðalfærni jafnaldra sinna þegar rannsóknin hófst. Kennsla og mælingar fóru fram á heimili þátttakandans. Annar rannsakandi sá um grunnskeiðsmælingar og kennslu með þátttakandanum áður en núverandi rannsókn hófst, og enn annar rannsakandi tók svo við kennslunni þegar núverandi rannsókn endaði. Niðurstöður núverandi rannsóknar bentu til þess að umræddar aðferðir hafi haft umtalsverð jákvæð áhrif á stærðfræðifærni þátttakandans. Félagslegt réttmæti (social validity) rannsóknarinnar kom einnig vel út, en nemandinn, móðir nemandans, og stærðfræðikennari nemandans voru öll mjög ánægð með þær framfarir sem nemandinn náði meðan á rannsókninni stóð. Enn fremur, þá ákvað stærðfræðikennari nemandans, í ljósi framfaranna sem hann sá hjá nemandanum, að færa hana upp um hóp næsta vetur.

Samþykkt: 
  • 22.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð lokaskil - Reynir.pdf696.85 kBLokaður til...31.12.2140HeildartextiPDF