en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2041

Title: 
 • Title is in Icelandic Að vekja vilja til náms : áhrif myndskeiða á viðhorf til eðlisfræði hjá unglingum í 9. bekk í Vestmannaeyjum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerðin segir frá eigindlegri tilviksrannsókn sem fólst í því að kanna áhrifin á nemendur í einum 9. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja þegar þeim gafst kostur á að velja myndskeið sem sýndu atburði í daglegu lífi sem og tengdust hugtökum aflfræðinnar.
  Myndskeiðin sem nemendunum gafst kostur á að velja úr voru 300 talsins. Þau áttu að vera lýsandi fyrir 38 hugtök úr aflfræðinni eins og þau er að finna í námsbókinni Krafti og hreyfingu. Bókin hefur verið lögð til grundvallar kennslu í aflfræði í 9. bekk fram að þessu. Myndskeiðin voru sýnd, útskýrð og valin í kennslustundum í aflfræði. Nemendurnir áttu að velja tvö til fjögur af um það bil sjö myndskeiðum sem tengdust því aflfræðilega hugtaki sem var til umfjöllunar hverju sinni. Rannsóknar-spurningarnar byggðust á því að kanna hver áhrif þessara myndskeiða væru á viðhorf, skilning og sýn nemendanna til aflfræði. Gagnaöflun fólst í hljóðupptökum á vettvangi, viðtölum við þrjá nemendur, valblöðum fyrir myndskeið, matsblöðum, könnunum, ferilmöppum nemenda og dagbók rannsakanda. Niðurstöðurnar byggjast á greiningu þessara gagna.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær, að viðhorf þorra nemendahópsins urðu jákvæð gagnvart aflfræði. Sýn nemendanna á náttúru og umhverfi mótaðist. Þeir urðu meðvitaðri um það sem fram fór í kringum þá og tóku í ríkari mæli eftir atburðum daglegs lífs. Myndskeiðin virtust losa nemendur úr námslegu hafti, gefa þeim skiljanlegri mynd af námsefninu og vekja með þeim vilja til náms.

Description: 
 • Description is in Icelandic M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Accepted: 
 • Dec 8, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2041


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
GisliJoh_Vekja vilja til n.pdf2.44 MBOpenHeildartextiPDFView/Open