Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20421
Austast á Reynivallahálsi í Kjós við Hvalfjörð stendur fjallið Sandfell en það er nánast fullkomin keila og rís aðeins 150 metra yfir umhverfi sitt í 390 metra hæð. Þetta er móbergsfjall sem hvílir mislægt á berglögum frá síðtertíer eða fyrri hluta ísaldar og hefur líklega myndast undir jökli á síðasta jökulskeiði. Eldvirkni á kuldaskeiðum ísaldar einkenndist af móbergsmyndunum sem skipt er í tvo hópa, móbergsstapa og móbergshryggi. Full myndaður móbergsstapi byggist upp af fjórum ásýndarhópum, bólstrabergi, móbergi, hraunósamyndun og hraunskildi. Móbergsstaparnir eru vanalega myndaðir út frá einu gosopi og mynda kistulaga fjöll. Móbergshryggina skortir hraunskjöldinn og stundum bólstrabergið, móbergið eða hraunósana. Móbergshryggirnir myndast iðulega í sprungugosum og verða til tindaraðir þegar gosvirkni einangrast við ákveðin svæði. Á Sandfelli má finna móbergsmyndanir, bólstraberg og hraunósamyndanir. Móbergið er mjög fyrirferðarmikið, ásýndir innan þess eru túff, lapilli túff, þursaberg og jökulvatnaset. Áhrif hraunósamyndunarinnar er að sjá alls staðar á fjallinu, í skriðum sem þekja fjallið. Upphafsfasi í myndun Sandfells var bólstrabergsmyndunin, kvika streymdi upp í djúpt vatn eða í grunnt vatn undir þykkum jökli. Næsti fasi byrjar þegar kvikan tætist í sundur og móberg eða basalt gler fer að myndast. Móbergið myndast í nokkrum formum eftir því á hvaða tíma það myndast í framvindu gossins. Síðasta ferlið í myndun Sandfells er hraunósamyndunin, sprengivirkni stöðvaðist og hraun fóru að renna frá gosrás fjallsins niður hlíðar þess.
Sandfell stands on the eastern most part of the Reynivallaháls mountain ridge in the area of Kjós located in Hvalfjörður, west Iceland. Sandfell is shaped like an almost perfect cone and rises only 150 metres above its surrounding area to the height of 390 meters. It is a móberg formation which rests unconformably upon a late-tertiary or early ice-age lavas and was likely formed during the last major glaciation. Volcanic formations under the ice-age ice sheet are described as a tindar and tuyas formations. Fully formed tuya is made up by four faces groups; pillow lavas, basalt glass, lava deltas and lava shields. Tuyas builds up around a single volcanic vent and forms a chest like shaped mountains. Tindars however do not have the lava shield face and sometimes the pillow lava, basalt glass or the lava deltas are absent. The tindars are usually formed in a fissure eruption and built up a steep-sided linear ridges and linear groups of steep-sided mountains when the eruptions activity isolates in to specific areas. Sandfell possesses three of the faces; basalt glass, pillow lavas and lava deltas. The basalt glass is a large part of the mountains edifice and has four textures; tuff, lapilli tuff, hyaloclastites and glaciolacustrine sediments. The effect of the lava delta formation can be seen all over the mountain were loose basaltic rock lies in taluses all over the mountainsides. The starting phase of the Sandfell eruption was the pillow lava formation, hot magma streamed up to the crusts surface in to a deep melt water lake or a shallow one with a thick glacier on top. The next phase started when the magma began to explode and started to form a basaltic glass. It formed variables textures depending on which stages of eruptive activity were taking place. The last phase in Sandfell formation was the lava delta formation which begun when explosive activity ended and lavas started to flow from the summit and down the slopes of the mountain.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sandfell - BS ritgerð.pdf | 4,31 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |