is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20423

Titill: 
  • Kostnaðarstjórnun í Silíkondeild Össurar. ABC-greining, kostnaðarskipting og BOM og ROM yfirfarið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnis var að skoða birgðastjórnun og kostnaðarskiptingu Silíkondeildar Össurar, ásamt því að leita að tækifærum til umbóta. Framkvæmd var ABC-greining út frá kostnaði, virði og framlegð, til samanburðar núverandi ABC-greiningar Silíkondeildar. Þá var framkvæmd ný kostnaðarskipting á beinum og óbeinum framleiðslukostnaði Silíkondeildar og niðurstöður bornar saman við kostnaðarskiptingu Össurar. Einnig var yfirfarið BOM (e. bill of material) og ROM (e. route of material) fyrir tvær vörur.
    Niðurstöður ABC-greiningar leiddu í ljós að ABC-flokkun Össurar er ekki samkvæmt skilgreiningu og ekki rétt miðað við núverandi stöðu. Niðurstöður kostnaðarskiptingar á óbeinum kostnaði sýndi að um helmingur af óbeinum kostnaði Silíkondeildar ætti í raun að tilheyra öðrum deildum. Er þessi kostnaður talinn er í hundruðum milljóna króna. Niðurstöður kostnaðarskiptingar niður á vörur sýndu að þrátt fyrir að heildarkostnaður Silíkondeildar lækkaði, hækkaði kostnaður á um þriðjungi vara. Því má sjá að ný kostnaðarskipting hafði mikil áhrif á kostnað á vörum. Hins vegar hafði hún lítil áhrif á ABC-greiningu út frá kostnaði, en einungis lítill hluti færðust á milli flokka. Við yfirferð á BOM og ROM kom í ljós að ekki var til nákvæm skilgreining á hvað ætti að felast í þeim. Er hér um að ræða grunninn að öllum kostnaðarupplýsingum Össurar, upplýsingum sem notaðar eru við mikilvægar ákvarðanatökur. Því er mikilvægt að þær séu nógu nákvæmar til þess að þær leiði ekki til rangra ákvarðana.

Samþykkt: 
  • 26.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaðarstjórnun í Silíkondeild Össurar.pdf2.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna