is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20427

Titill: 
  • Háðheimildamyndir. Samanburður við form heimildamynda, staða kvikmyndagerðamannsins og almenn umfjöllun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upphaf heimildamynda (e. documentary) má rekja allt aftur til upphaf kvikmyndagerðar. Háðheimildamyndir (e. mockumentary) eru uppspunnar heimildir kvikmyndaðar og settar fram í formi heimilda. Háðheimildamyndir er náskyldar heimildamyndum og hægt er að yfirfæra þær yfir á form og flokkun heimildamynda samkvæmt kenningum kvikmyndafræðingsins Bill Nichols. Í þessari ritgerð rýni ég í tilgang háðheimildamynda, stöðu kvikmyndagerðamanns kvikmyndanna og þær undirgreinar kvikmyndafræðinnar sem þær tilheyra. Ítarleg umföllun er um raunverulegt sannleiksgildi heimildamynda og hvort að einhver heimildamynd gætir fullkomins hlutleysis. Flestar háðheimildamyndir innihalda undirliggjandi boðskap og tilgang sem aðeins sést ef rýnt er í kvikmyndirnar og þennan undirliggjandi boðskap tek ég til umfjöllunar og greiningar. Heimildamyndir eru líkt og etnógrafía mannfræðinga fest á filmu. Undirbúningur heimildamyndar er vettvangsrannsókn og öll þau myndbrot sem kvikmyndagerðamaðurinn safnar saman er vinnubók hans og lokaniðurstaðan er etnógrafían.
    Þær kvikmyndir sem ég nýti mér til greiningar og umfjöllunar um form háðheimildamynda eru kvikmyndirnar Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakstan (2006, Charles), This is Spinal Tap (1984, Reiner, Guest, McKean og Shearer) og Paranormal Activity (2007, Peli). Allar þessar kvikmyndir njóta ákveðinni sérstöðu innan flokki háðheimildamynda.

Samþykkt: 
  • 27.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Henný.pdf620.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna