is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20439

Titill: 
  • Hagnýting upplýsingalíkana mannvirkja við áætlanagerð og verkefnastýringu mannvirkjaframkvæmda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig megi nýta BIM (e. Building Information Model) líkön á framkvæmdatíma við framvindueftirlit verkefna sem hönnuð hafa verið með BIM aðferðafræði. Gerð var rannsókn á því ferli sem þarf að fara í gegnum til þess að gera framkvæmdahermunar-líkan (BIM 4D) ásamt því að skoða mögulega hagnýtingu þess í áætlanagerð og verkefnastýringu mannvirkjaverkefna. Kynnt er ný aðferðafræði við verkáætlanagerð sem nefnist svæðamiðuð áætlanagerð eða (e. Location Based Scheduling -LBS).
    Gerð var könnun á íslenskum byggingarmarkaði til þess að greina núverandi stöðu verkefnastýringuar mannvirkjaframkvæmda og hagnýtingu BIM í áætlanagerð og verkefnastjórn. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að 80% aðspurðra sem koma að stjórn mannvirkjaframkvæmda telja miklar líkur á því að hægt sé að bæta verkefnastjórn. Einnig var þekking á þeim aðferðum sem settar eru fram í ritgerðinni könnuð og í ljós kom að fáir þekktu nýtingu framkvæmdahermana í mannvirkjaframkvæmdum og enginn þekkti til áætlanagerðar með LBS.
    Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að hagnýting framkvæmdahermunar gagnast vel við að dýpka skilning á framkvæmdaferlinu. Með slíkri hermun má draga úr mistökum í útfærslu verkþátta ásamt því að stuðla að skilvirkri framleiðni aðila sem hafa minni reynslu af vinnu við mannvirkjaframkvæmdir. Við gerð framkvæmdahermunar kom í ljós að til þess að nýta hana sem best þarf að nýta hana samhliða framkvæmdaferlinu. Með hermun má gera markvissari greiningar sem skila sér í að mögulegt er að gera ráðstafanir áður en vandamál koma upp í framkvæmd verkefna. Vandasamt er að gera framkvæmdahermun og þarf að leggja til töluverða vinnu til að hún endurspegli sem raunhæfast framkvæmdaferli og nýtist sem best. Gerð verkáætlunar með LBS aðferð leiddi í ljós að mögulegt væri að stytta framkvæmdatíma með því að lágmarka ónýttan tíma á verkstað ásamt því að geta aukið vinnuöryggi. LBS áætlanir bjóða upp á nákvæmara eftirlit með raunframleiðni verkþátta umfram hefðbundnar aðferðir.

Samþykkt: 
  • 29.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagnýting upplýsingalíkana mannvirkja við áætlanagerð og verkefnastýringu mannvirkjaframkvæmda.pdf4.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna