is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2044

Titill: 
  • Þekking = virðing : spil um helstu trúarbrögð heims
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinagerð fylgir með lokaverkefni mínu til B.Ed. náms við Kennaraháskóla Íslands vorið 2008. Verkefnið er námsspil, fyrir efstu bekki grunnskóla, í trúarbragðafræði. Þetta lokaverkefni mitt er hugmynd sem ég hef gengið með í maganum frá því á öðru ári í Kennaraháskóla Íslands. Ég hef alltaf haft mjög gaman af samfélagsfræðigreinum og þá sérstaklega trúarbragðafræði og sögu. Ég hafði tekið eftir því í mínu námi að lítið er til af námsspilum fyrir trúarbragðafræðikennslu í grunnskólum landsins og fannst mér verðugt verkefni að reyna að bæta úr því. Blóð, sviti og tár hafa farið í gerð þessa spils og verð ég nú bara að segja að mér þykir það hafa heppnast vel og vona að það eigi eftir að nýtast mörgum við kennslu um ókomna framtíð.
    Spilið byggir á bókinni Maðurinn og trúin eftir Gunnar J. Gunnarsson og er því tilvalið sem ítarefni með þeirri bók. Einnig getur spilið komið til góðra nota á ýmsan annan hátt. Nemendur geta rifjað upp námsefni fyrir próf með því að fara yfir spurningarnar en þær eru í heildina 564 talsins og snúa að flestum ef ekki öllum málefnum sem koma fyrir í bókinni Maðurinn og trúin. Kennarar geta einnig notast við þessar spurningar í sínu starfi. Í þessum 564 spurningum hafa kennarar viðamikið safn af spurningum og svörum sem þeir geta nýtt sér við gerð ýmissa verkefna og prófa. Einnig getur hinn almenni áhugamaður um trúarbrögð líka haft mjög gaman af því að spila þetta spil og fræðast aðeins í leiðinni.
    Lykilorð: Kristin trú, búddhadómur.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólakennarafræði
Samþykkt: 
  • 7.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerð.pdf198.84 kBOpinnGreinagerð sem fylgir námsspiliPDFSkoða/Opna
Leikreglur.pdf931.53 kBOpinnLeikreglur fyrir námsspilPDFSkoða/Opna
Kapa.pdf45.32 kBOpinnKápa greinagerðarPDFSkoða/Opna
Titilsíða.pdf20.52 kBOpinnTitilsíða greinagerðarPDFSkoða/Opna
Spilabord.jpg1.42 MBOpinnSpilaborðJPGSkoða/Opna
Spjöld til að safna.pdf925.98 kBOpinnTrúartákn sem safnað er í spilinuPDFSkoða/Opna
spurningar_bland.pdf584.72 kBOpinnBland í poka spurningarPDFSkoða/Opna
spurningar_budda.pdf579.54 kBOpinnSpurningar úr búddhadómiPDFSkoða/Opna
spurningar_gydingar.pdf582.98 kBOpinnSpurningar úr gyðingdómiPDFSkoða/Opna
spurningar_hindu.pdf580.72 kBOpinnSpurningar úr hindúasiðPDFSkoða/Opna
spurningar_islam.pdf580.6 kBOpinnSpurningar úr islamPDFSkoða/Opna
spurningar_kristin.pdf576.78 kBOpinnSpurningar úr kristinni trúPDFSkoða/Opna
Trúartáknaspjöld.pdf4.11 MBOpinnSpjöld sem segja leikmönnum hvaða táknum á að safnaPDFSkoða/Opna