en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20440

Title: 
 • Title is in Icelandic „Ég er aldeilis ekki ein...“ Framliðnir sem fylgjur og verndarvættir í þjóðtrú
 • "I´m far from being alone..." The deceased as fylgjur and guardian spirits in folk belief
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsóknin snýst um framliðna sem fylgjur og verndarvættir í íslenskri þjóðtrú. Notuð ereigindleg rannsóknaraðferð og viðtöl tekin við 15 manns, bæði konur og karla f. 1932–1979. Flestir voru valdir úr úrtaki manna sem tóku þátt í „Könnun á þjóðtrú og trúarviðhorfum“ sem Erlendur Haraldsson prófessor emeritus í sálfræði og Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði gerðu 2006–2007. Aðrar frumheimildir eru viðtöl við heimildarmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og svör heimildarmanna þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands. Elstu frumheimildir eru ýmsar miðaldaheimildir, m.a. Íslendingasögur, Biskupasögur, eddukvæði o.fl.Saga fylgju- og forfeðratrúar er könnuð og rakin frá söguöld, gegnum miðaldir og fram á 20. öld þegar spíritismi og nýaldarhugmyndir koma fram á sjónarsviðið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna trúarafstöðu nútímamanna, reynslu gagnvart fylgjum, verndarvættum og forfeðratrú og afstöðu til mismunandi trúarhugmynda, einkum óhefðbundinna. Kannað er hvað framliðnir eiga sameiginlegt með öðrum yfirnáttúrlegum verndarvættum í þjóðtrú og kristinni trú. Nýlegar rannsóknir um sambærilegt efni, sem hafa verið gerðar í Noregi, Svíþjóð og Englandi, verða teknar til umfjöllunar.
  Trú á fylgjur og verndarvættir hefur fylgt Íslendingum síðan land byggðist og lifir enn góðu lífi þrátt fyrir gjörbreytta lífssýn fólks í nútímasamfélagi. Meirihluti heimildarmanna minna er í þjóðkirkjunni en þeir telja að kristni eigi góða samleið með spíritisma, nýaldarboðskap og þjóðtrú, eins konar einkatrú. Enginn afneitar því að líf geti verið eftir dauðann og margir trúa á tilvist framliðinna ættmenna sem fylgna og verndarvætta sinna. Athyglisvert er að karlar, einkum feður, eru í meirihluta sem fylgjur og verndarvættir. Hlutverk þeirra felst í ýmiss konar vernd, aðstoð og leiðsögn, einkum í erfiðleikum og veikindum en einnig í úrlausn hversdagslegra vandamála. Fylgjur eru örlagavættir sem segja fyrir um framtíðina en veita einnig öryggistilfinningu og vellíðan með nánd sinni. Samskipti manna og verndarvætta eiga sér stað með ýmsu móti, m.a. með skynjun nálægðar, lyktar og hljóðs, með snertingu eða hugboði, í draumum og á miðilsfundum.
  Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi, um sama efni. Framliðnir fá stöðu yfirnáttúrlegra verndarvætta, einskonar guðlegra vera sem hafnar eru yfir jarðneska menn, líkt og á við ýmsar aðrar yfirnáttúrlegar verndarvættir. Dauðinn aðskilur ekki fjölskyldur og vini því samskipti ástvina og ættingja haldast út yfir gröf og dauða. Þetta er merki um sterk ættar- og fjölskyldutengsl.

Accepted: 
 • Jan 29, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20440


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir (5).pdf1.83 MBOpenHeildartextiPDFView/Open