is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20446

Titill: 
  • Samlíðan og félagsvæn hegðun: Hegðun, hugur og tilfinningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum tilraunar sem hafði það að markmiði að kalla ómeðvitað fram tímabundna samlíðan. Einnig voru áhrif þess á sjálfsmat þátttakenda á eigin samlíðan metin sem og viðhorf og hegðun tengd hjálpsemi. Deilt er um skilgreiningar á hugtakinu samlíðan. Hugtakið er víðtækt og fræðimenn eru ekki sammála um hvernig eigi að mæla það. Flestar skilgreiningar á samlíðan innihalda bæði hugræna og tilfinningalega þætti, það að geta sett sig í spor annarra og endurspeglað tilfinningalegt ástand annarra. Rof í samlíðan er þegar mat á líðan og aðstæðum annarra er ónákvæmt. Bæði hugræn og tilfinningaleg ferli verða að eiga sér stað til þess að samlíðan sé upplifuð til fulls. Samlíðan er félagsleg tilfinning. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að laða fram aukna samlíðan. Það getur dregið úr ýgi og andfélagslegri hegðun. Einnig getur aukin samlíðan ýtt undir félagsvæna hegðun og viðhorf. Tilraun var framkvæmd meðal 80 háskólanema til þess að laða fram aukna samlíðan. Í kjölfarið voru samlíðan, hjálpsemisviðhorf og hjálparhegðun mæld. Athugað var hvort að tímabundin aukin samlíðan sem löðuð er fram á ómeðvitað hátt hafi áhrif á hugrænt mat einstaklinga á eigin samlíðan eða ýti undir hjálpsemishegðun sem og leiði til þess að einstaklingar verði viljugri til að sýna af sér ýmiskonar hjálpsemi. Niðurstöður sýndu að áreiti hafði áhrif á upplifaða samlíðan og jók tímabundið samlíðan hjá þátttakendum. Tímabundin samlíðan hafði ekki áhrif á hugrænt mat einstaklinga á eigin samlíðan né á hjálpsemisviðhorf og hjálparhegðun. Þeir einstaklingar sem voru viljugri til að sýna af sér ýmiskonar hjálpsemi voru líklegri til þess að sýna hjálparhegðun. Þetta gæti þýtt að þátttakendur hafi ekki upplifað sterkar tilfinningar og aðeins upplifað aukna samlíðan í stutta stund. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að nota tilfinningaleg merki í formi andlitssvipbrigða eða líkamstjáningar þegar samlíðan er löðuð fram. Einnig ýta niðurstöður undir að bæði hugræn og tilfinningaleg ferli séu mikilvæg þegar samlíðan er upplifuð.

Samþykkt: 
  • 30.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samlíðan&félagsvæn hegðun.BS-ritgerð.pdf680.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna