is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20448

Titill: 
  • Græn Vörumerki: Áhrif grænþvottar á vörumerki
  • Titill er á ensku Green Logos: Greenwashing affect on logos
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var skoðað hvernig fólk með mikla umhverfisvitund metur það hvort vörumerki gefi til kynna að um umhverfisvæna vöru og/eða þjónustu sé að ræða. Að sama skapi er metið hvort sömu aðilar séu líklegir til að falla í gildru svokallaðs grænþvottar (e. greenwashing), það er að segja þegar vörur eru auglýstar sem umhverfisvænar, án þess að
    vera það. 89 manns tóku þátt í rannsókninni, allt Íslendingar. Þátttakendur voru látnir meta tólf vörumerki eða sex pör af vörumerkjum Þannig voru sex vörumerkjanna græn á litinn og önnur sex sambærileg vörumerki voru í öðrum litum. Þátttakendur voru látnir bera vörumerkin saman og svara spurningalistum um umhverfisvæn viðhorf annars vegar og
    umhverfisvæna hegðun hins vegar. Tilgátur okkar snérust um að einstaklingar sem telja sig hafa mikla umhverfisvitund meti græn vörumerki meira traustvekjandi, jákvæðari og náttúrulegri en önnur og velji því græn vörumerki fram yfir önnur. Þáttakendur svöruðu tveimur spurningarlistum sem mældu umhverfisvæna hegðun og umhverfisvæn viðhorf. Rannsóknin sýndi tiltekna fylgni við tilgátur okkar. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að fólk sem sýnir mikla umhverfisvæna hegðun sé líklegra til að vera jákvætt gagnvart grænum vörumerkjum. Hins vegar virðist fólk sem hefur mikla umhverfisvæna hugsun ekki líklegra til að vera jákvætt gagnvart þeim. Samkvæmt því er ályktað að fólk sem hegðar sér á umhverfisvænan hátt án þess að vera með svokallaða græna hugsun, sé líklegra til að kaupa vörur sem auðkennd eru með grænum vörumerkjum og sé þar af leiðandi líklegra til að falla í gildru grænþvottar.

Samþykkt: 
  • 2.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSRITGERÐ.pdf849.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna