Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2045
Ritgerð þessi er unnin sem BA verkefni á þroskaþjálfabraut við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sumarið 2008. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hluti byggir á fræðilegri umfjöllun um málefni fatlaðra og sérstök áhersla er lögð á skólagöngu og menntun fatlaðra barna og ungmenna. Í seinni hluta verkefnisins er kynnt eigindleg rannsókn sem beindist að skólagöngu fatlaðs nemanda sem og þátttöku hans í félagsstarfi innan og utan skóla. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á með hvaða hætti fámennir skólar í litlum samfélögum, standa að menntun fatlaðra nemenda og hvernig sú menntun nýtist til áframhaldandi skólagöngu og þátttöku í þjóðfélaginu.
Rannsóknin byggðist annars vegar á viðtölum við fatlaðan nemanda og móður hans og hins vegar á viðtölum við skólastjóra og forstöðumann félagsmiðstöðvar.
Niðurstöður úr viðtölum við skólastjóra og forstöðumann félagsmiðstöðvar benda til að vel sé að málum staðið og að allir starfsmenn skóla og félagsmiðstöðvar séu eftir bestu getu tilbúnir til að stuðla að því að efla félagslega og námslega færni fatlaðs einstaklings. Í viðtölum við móður kemur aftur á móti fram að margt megi betur fara, en þó sérstaklega stuðningur við nám.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HlifHr_ritgerd.pdf | 325.48 kB | Lokaður | Heildartexti |