Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20450
Nóbelsverðlaunahafarnir í efnafræði 2004, Aaron Ciechanover (f. 1947), Avram Herskho (f. 1937) og Irwin Rose (f. 1926) uppgötvuðu í sameiningu ubiquitin-miðlað próteinniðurbrot, ferli þar sem lífhvatakerfi tengir fjölmargar sameindir ubiquitins við prótein sem fruman þarf að losa sig við. Ákvörðun um veitingu Nóbelsverðlaunanna 2004 byggði einkum á rannsóknum sem þeir framkvæmdu á fyrri hluta níunda áratugarins. Aaron Ciechanover og Avram Herskho hafa lengst af starfað á Institute of Technology Haifa, Israel. Einnig störfuðu þeir báðir sem gestavísindamenn (þá var Ciechanover enn doktorsnemandi) á rannsóknastofu Irwin Rose, Institute for Cancer Research, Fox Chase Center í Philadelphiu Bandaríkjunum. Eftir doktorsprófið 1981 færði Ciechanover sig yfir til Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston í Bandaríkjunum. Síðustu árin hefur Irwin Rose starfað við Kaliforníusháskólann í Irvine.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RAUST.pdf | 108 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |