is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20455

Titill: 
 • Hvað skiptir máli fyrir árangursríka stjórnun nýsköpunar í opinberri þjónustustarfsemi?
 • Titill er á ensku What are the critical success factors in managing innovation in the public sector?
Útgáfa: 
 • 2014
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknar þeirrar sem hér er til umfjöllunar er að efla þekkingu og
  skilning á nýsköpunarstarfi í opinbera geiranum. Í greininni er leitast við að
  varpa ljósi á fyrstu stig í þróunar- eða lærdómsferlinu sem á sér stað þegar ný
  lausn verður til í hvunndagsvinnunni. Þetta er gert með lýsandi greiningu á frásögum
  stjórnenda af atburðum og atburðarás. Í annan stað er leitað skilnings
  með túlkandi greiningu og útskýringum á frásögum stjórnenda af athöfnum og
  samskiptum. Leitað er svara við því hvað eru lykil árangursráðar (e. critical success
  factors) vel heppnaðrar nýsköpunar í opinberri þjónustustarfsemi. Áhugaverðar
  niðurstöður og vísbendingar sem fram koma eru að stjórnendur eru ótvíræðir
  frumkvöðlar í þróunar- og lærdómsferlinu. Hin þögla persónubundna og
  starfstengda reynsla þeirra (e. tacit knowledge) og menntun í stjórnun er ásamt
  samfélagslegri þörf aflvaki sem hrindir nýsköpun af stað. Þýðingarmikið atriði
  í nýsköpunarvinnunni eru samskipti og tjáskipti (e. communication action).
  Rauði þráðurinn í frásögum stjórnendanna er samtalið, upplýsingagjöf og virk
  hlustun. Teymisvinnuskipulagið með fjölbreytileikann að leiðarljósi er annað
  mikilvægt atriði.
  Lykilorð: Nýsköpun, opinber þjónustustarfsemi, skapandi lærdómur, samskipti
  og tjáning, teymisvinnuskipulag.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper aims to contribute to the knowledge and understanding of innovation
  in the public sector. The goal is to shed light on the first steps in the
  developmental or learning process involved when a new solution emerges from
  everyday work. The method involves descriptive analysis of managers’ narratives
  of events and procedures; furthermore, interpretive analysis and explanations
  of managers’ stories of actions and communication. The research seeks to
  answer the question of what the key success factors are in managing innovation
  in the public sector. Results indicate that managers clearly are the entrepreneurs
  in the developmental and learning process. Their tacit knowledge and management
  education, along with social need, provides the drive that initiates innovation.
  Communication is a significant factor in the innovation process; recurring
  themes in managers’ narratives are dialogue, dissemination of information, and
  active listening. Another important element is teamwork where diversity is ensured.
  Keywords: Innovation, public sector services, expansive learning, communication,
  teamwork.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla 2014; 10 (1): bls. 51-76
ISSN: 
 • 1670-6803
Samþykkt: 
 • 2.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1322-494-1-PB.pdf700.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna