Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/20467
Þessi 60 eininga meistararitgerð í þjóðfræði fjallar um fagurfræði hversdagsins, efnismenningu og heimili á Stúdentagörðum FS. Á stúdentagörðum, sem og annars staðar, býr fólk sér til heimili. Rýmið sem íbúarnir hafa til afnota er einsleitt en í því verða til margvísleg heimili. Búseta þeirra er tímabundin og henni eru settar ákveðnar skorður sem afmarka jafnframt viðfangsefni þessarar rannsóknar. Í megindráttum skoða ég samspil ytra byrðis og þess innra, ég legg áherslu á samtal samfélagsins, hússins og þess sem það skýtur skjólshúsi yfir; fólkið sem það heldur utan um, tengslin sem það framleiðir og endurframleiðir með margvíslegum hætti og tilfinningarnar sem eru aldrei langt undan. Íbúðir á stúdentagörðum eru hannaðar fyrir hópinn fremur en einstaklinginn sem kemur til með að búa þar. Þeir sem búa sér heimili í íbúðunum hafa ekkert um það að segja hvernig þær eru skipulagðar eða úr hvaða efniviði þær eru byggðar. Þessar íbúðir verða einstakar þegar þær fyllast af lífi og dóti, þegar fólk fer að athafna sig í þeim og fylla þær merkingu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Heimilið er hægfara atburður - SHÞ MA-ritgerð .pdf | 49,1 MB | Open | Heildartexti | View/Open |