is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20470

Titill: 
 • Titill er á ensku Single Parenthood and Adverse Health and Behavioral Outcomes among Children: A cross sectional study among children in Iceland 2011
 • Heilsufars- og hegðunarvandamál hjá börnum einstæðra foreldra: Þversniðsrannsókn meðal barna á Íslandi árið 2011
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Í þessari rannsókn voru mælikvarðar á velferð og líðan barna sem búa hjá báðum foreldrum bornir saman við börn einstæðra foreldra.
  Markmið: Að kanna tilgátuna hvort börn sem búa hjá einstæðum foreldrum á Íslandi séu líklegri til að glíma við andleg og líkamleg heilsufarsvandamál en börn sem búa hjá báðum foreldrum.
  Aðferðafræði: Rannsóknin nýtti gögn úr íslenska hluta könnunarinnar "Heilbrigði og líðan barna og unglinga á Norðurlöndum 2011”. Í þessari þversniðsrannsókn voru 3.200 börn á aldrinum 2-17 ára valin eftir kyni og aldri með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Alls bárust útfylltir spurningalistar fyrir 1.523 börn, svarhlutfall var 48.9%. Aðhvarfsgreining var notuð við greiningu á sambandinu milli hjúskaparstöðu foreldra og útkomubreyta; ofvirkni með athyglisbrest, kvíða og ofþyngd ásamt heildarerfiðleikatölu á SDQ–Ice spurningalistanum. Niðurstöður voru einnig lagskiptar eftir kyni barns.
  Niðurstöður : Niðurstöður voru birtar í fimm fjölþáttagreingar líkönum. Leiðrétt var fyrir aldri og kyni barns, aldri foreldris, heildartekjum fjölskyldunar, menntunarstigi foreldris, ásamt kvíða foreldris. Loka líkan sýndi marktækan mun á líðan barna eftir því hvort þau bjuggu með einu foreldri eða báðum, börn einstæðra foreldra voru líklegri til að glíma við kvíða OR= 2,04 95% CI [1,12-3,73], ofvirkni með athyglisbresti OR= 2,02 95% CI [1,04-3,90], ofþyngd OR= 3,13 95% CI [1,24-7,92], ásamt hærri heildarerfileikatölu á SDQ-Ice. Niðurstöður sýndu að drengir voru líklegri til að sýna einkenni ofvirkni með athyglisbrest ásamt hærri heildarerfileikatölu á SDQ-Ice en stúlkur. Drengir einstæðra foreldra voru líklegri til að vera í yfirþyngd saman borið við drengi sem búa hjá báðum foreldrum OR= 3,87 95% CL [1,10-13,64]. Stúlkur einstæðra foreldra voru með hærri heildarefiðleikatölu á SDQ-Ice en stúlkur sem búa hjá báðum foreldrum. Kvíði foreldra hafði sterkt jákvætt forspárgildi í öllum líkönum, nema hvað varðar yfirþyngd. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar studdu upphaflega tilgátu , þ.e. að börn sem búa hjá einstæðum foreldrum eru líklegri til að glíma við andleg og líkamleg heilsufarsvandamál hins vegar má skýra að hluta aukna áhættu á útkomum með kvíða foreldra. Veitendur heilbrigðisþjónustu mættu bregðast við hugsanlegri áhættu á heilsu barna einstæðra foreldra.

 • Útdráttur er á ensku

  Background. In this study, well being of children living with both parents was compared to that of children of single parents.
  Objectives: To test the hypothesis that children living in single parent households have a higher risk than children living with both parents for developing adverse health and behavioral outcomes.
  Methods: This study utilized data from the survey “Health and well- being of children in the Nordic countries 2011”, a cross sectional study which randomly selected 3,200 children 2-17 years of age, by sex and age from the Icelandic Population Registry. The parents of the child answered a questionnaire on their children’s well being. A total of 1,523 completed questionnaires were returned with a 48.9% response rate. Logistic and linear regression was used to model relationships between the outcome variables (anxiety, ADHD, being overweight along SDQ-Ice scores) and the child´s living arrangement. Results were displayed in five multivariate models, controlling for child age, child sex, parental age, family income, parental education and parental anxiety. Children were also stratified according to sex.
  Results: The results indicated that children being raised by single parents had increased likelihood of experiencing anxiety OR= 2.04 95% CI [1.12-3.73], ADHD symptoms OR= 2.02 95% CI [1.04-3.90], overweight OR= 3.13 95% CI [1.24-7.92] and higher scores on total difficulties of the SDQ-Ice scale. Boys living with single parents were more likely to experience ADHD symptoms and having higher scores on SDQ-Ice than girls. They were also more likely to be overweight than boys living with both parents OR= 3.87 95% CI [1.10-13.64]. Girls living with a single parent scored higher on SDQ-Ice total difficulties than girls living with both parents. Parental anxiety was associated with all outcomes except for children’s’ overweight.
  Conclusions: The results supported the hypothesis, however, adverse outcomes can be explained to some extent by parental anxiety. Health care providers should acknowledge the potentially increased risks these results may have for children living with single parents.

Samþykkt: 
 • 3.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Halldórsdóttir.020215.pdf3.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna