Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20477
Þessi ritgerð fjallar um hvernig best er að útfæra launaflsútjöfnun í raforkukerfi þar sem hluti kerfisins er lagður í jörðu. Miðast var við að jarðstrengur sem settur er í kerfið sé frá 50 til 90 kílómetra langur.
Notast var við hermiforritið Power World til að herma kerfið. Skoðað var hvar best er að staðsetja launaflsútjöfnunina í kerfinu með tilliti til spennugilda á ákveðnum stöðum í kerfinu. Þessi spennugildi voru borin saman við þær kröfur sem reglugerð um gæði- og afhendingu raforku segir til um. Einnig var passað upp á að spennuþrep við inn- eða útleysingu færi ekki yfir leyfileg mörk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Launaflsutjofnun_i_Raforkukerfi_Hogni_2014.pdf | 2.41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |