is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2048

Titill: 
  • Kennir vestrænt samfélag í brjósti um konur? Brjóstastækkanir í ljósi félagsfræðilegra kenninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um brjóstastækkanir í félagsfræðilegu samhengi og er skoðað hvort við sem einstaklingar höfum vald til þess að taka ákvarðanir sjálf varðandi útlit okkar eða kemur þrýstingur frá samfélaginu um það. Skoðað verður út frá kenningalegu samhengi, af hverju velur fólk að fara í fegrunaraðgerð og hvað það er sem hefur áhrif á val þess. Gerir samfélagið of miklar kröfur um hvernig við eigum að líta út eða er það mál á ábyrgð einstaklinganna sjálfra? Hvaða hlutir eru það sem hafa áhrif á val okkar um útlit? Skiptir máli hvaðan við erum, hvaða samfélagsstétt við tilheyrum eða hefur það áhrif hvort einstaklingar eru karlkyns eða kvenkyns? Skoðað verður hvaða öfl hafa áhrif á hvernig við sjáum okkur sem einstaklinga. Þau áhrif virðast meiri á líkama kvenna en karla, það getum við séð með að horfa á fæðingar og hvernig búið er að sjúkdómsvæða hana. Samkvæmt læknastéttinni og samfélaginu eiga konur helst að fæða börn sín inni á spítölum. Einnig er fjallað um klám og klámvæðingu, hvernig hún hefur bein og óbein áhrif á gildismat samfélagsins.
    Skoðaðar verða kenningar innan félagsfræðinnar og séð hvernig nokkrir kenningasmiðir innan hennar líta á samfélagið sem félagsleg smíð. Einnig gerði ég eigindlega rannsókn. Þar voru tekin viðtöl við fjögur ungmenni á aldrinum 15-17 ára og athugað hvernig þau upplifa samfélagið, hvort þau finni fyrir þrýstingi og hvaðan þau fá hugmyndir um útlit sitt og annarra. Viðtölin voru greind niður í þemu eftir Vancouver skólanum í fyrirbærafræði og þannig lesið úr svörum ungmennanna.

Samþykkt: 
  • 19.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bára B.A.-ritgerð.pdf1.35 MBOpinnKennir vestrænt samfélag í brjósti um konur- heildPDFSkoða/Opna