Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2049
Hingað til hafa Íslendingar fyrst og fremst vísað málum til Mannréttindadómstóls Evrópu,
leiti þeir á annað borð út fyrir landssteinana með kærur um annréttindabrot. Sú leið sem
stendur þeim til boða samkvæmt Viðauka nr. 1 við Alþjóðasamninginn um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi, hefur hins vegar lítið verið nýtt. Í lok ársins 2007, birtist fyrsta efnisálit
nefndarinnar gegn Íslandi og nokkur óvissa ríkir um réttaráhrif álitsins.
Í ritgerðinni verður sjónum beint að skuldbindingum Íslands gagnvart álitum Mannrétt-
indanefndar. Bent verður á helstu röksemdir þess ríkjandi sjónarmiðs að álitin séu ekki
bindandi að þjóðarétti og fjallað um helstu mótrök þess sjónarmiðs. Leitast verður við að túlka
viðfangsefnið með víðari hætti en gert hefur verið og áhersla lögð á túlkun samkvæmt
viðurkenndum aðferðum þjóðaréttar. Stuðst verður við helstu grundvallarreglur þjóðaréttar,
þjóðréttarvenjur Vínarsamningsins um þjóðréttarsamninga og þjóðréttarreglur sem þróast hafa
í dómum Alþjóðadómstólsins í Haag. Þá verður og fjallað um skyldur Íslands sérstaklega,
með hliðsjón af réttarframkvæmd og viðteknum venjum um mannréttindavernd í landsrétti.
Helstu niðurstöður eru að álit nefndarinnar eru bindandi að þjóðarétti. Í fyrsta lagi vegna
fullgildingar viðaukans, sem felur í sér umboð til nefndarinnar, sambærileg þeim sem
Alþjóðadómstólnum eru veitt til að fara með lögsögu í milliríkjadeilum. Í öðru lagi vegna
þess að markmið og tilgangur viðaukans krefjast ákveðinna réttaráhrifa og í þriðja lagi jafnast
umboð nefndarinnar, til að meta einstaklingserindi, á við heimild til að staðfesta brot gegn
Alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Slík brot eru aðildarríkin skuldbundin til að bæta. Að landsrétti hefur íslenska ríkið yfirleitt brugðist vel við tilmælum
alþjóðlegra stofnanna á sviði mannréttinda og skyndilegt brothvarf frá þeirri venju væri
óeðlilegt. Þá hefur íslenski löggjafinn lýst því yfir, að álitin séu bindandi fyrir íslenska ríkið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A. ritgerð 2008.pdf | 526.49 kB | Opinn | Réttaráhrif álita Mannréttindanefndar og skuldbindingar Íslands - heild | Skoða/Opna |